Frelsi til hnefaleika partur af pólitík liðinna ára

Hér höfum við enn eina afleiðingu kröfunnar um algert frelsi til orðs og æðis. Undir fána þessarar kröfu var barist fyrir að hnefaleikar yrðu leyfðir á Íslandi og þóttu þeir heldur heimóttarlegir og stjórnlyndir, sem vöruðu við afnámi bannsins. 

Hvað eftir annað koma upp mál, sem tengja má iðkun hnefaleika þ.e. að menn beiti í þágu ofbeldisins því, sem þeir æfa undir yfirkyni íþróttarinnar. Að ekki sé minnst á það tjón sem þeir verða fyrir, sem leggja rækt við box eftir settum reglum.


mbl.is Harma árás í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað hefur þú fyrir þér í því að þessi líkamsárás hefði ekki átt sér stað ef viðkomandi einstaklingur væri ekki að æfa hnefaleika?

Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að meiðsli fórnarlambsins hefðu orðið minni ef þessi einstaklingur væri ekki að æfa hnefaleika?

Hefur þú tölur um líkamstjón í ólympískum hnefaleikum samanborið við aðrar hættulegar íþróttir eins og til dæmis knattspyrnu?

Sigurður M Grétarsson, 2.3.2009 kl. 16:11

2 identicon

og höfundur er læknir???

Þvílík steypa sem þú lætur út úr þér...

Veit ekki betur en að t.d. fótboltamaður hafi höfuðkúpubrákað mann á síðastliðnu sumri...

Bönnum knattspyrnu, ha?

Vona að þú sjáir ljósið bráðum...

Gunnar Eyþ. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:14

3 identicon

"Hvað eftir annað koma upp mál, sem tengja má iðkun hnefaleika þ.e. að menn beiti í þágu ofbeldisins því, sem þeir æfa undir yfirkyni íþróttarinnar"

Getur þú þá ekki bent okkur á nokkur dæmi þessu til stuðnings?

Karma (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Eldur Ísidór

Sammála Laissez-Faire!

Þetta er hrikalegt agabrot og því getur þessi einstaklingur ekki fengið að stunda þessa íþrótt áfram. Hann beitir brögðum sem hann lærir í íþróttinni til glæpsamlegra athafna eins og í þessu tilfelli líkamsmeiðingar.

Hvað verður úr þessum strák er hann verður að manni ? Handrukkari ? Nei...ég bara spyr!

Eldur Ísidór, 2.3.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Er ekki rétt að þeir sem stunda íþróttir, hvað þá bardagaíþróttir svo sem "Martial Arts" og hnefaleika (box) fá vissa útrás í þjálfuninni og keppnunum og því ólíklegri til að beita ofbeldi utan íþrótta-iðkunarsvæðisins en ella?

Er ekki rétt að hluti af ráðlagðri meðferð ofbeldishneygðra manna við ofbeldishneygðinni, að þeir stundi þessar íþróttir til að fá þar útrás á árásarhneygðinni í "vernduðu umhverfi"? 

Er ekki rétt að íþróttafélög sem kenna og þjálfa nemendur í bardagaíþróttum svo sem "Martial Arts" og hnefaleikum (boxi) stuðli beinlínis að því að nemendur noti alls ekki þjálfun sína utan íþrótta-þjálfunarsvæðisins eða/og keppnissvæðisins?

Er eitthvað heilbrigðara og betra ráð til en íþróttaiðkun við slíkri árásarhneygð, annað en langvarandi fangelsisvist (sem er fásinna í flestum tilfellum).

Spyr sá sem ekki veit.  Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 2.3.2009 kl. 16:37

6 identicon

Mikið sknisamlegara að vinna að lausn með foredrum en reka krakann, annað er þó hvað er 14 ára gamall krakki að gera í hnefaleikum. Verð að segja að þetta er frekar einhæf og óþurftar íþrótt, frekar að a.t.h með foreldra barna sem leifa þeim að stunda þetta sem íþrótt. Að banna og reka er eflaust ekki mikil lausn en það er greinilegt að það þarf að filgjast með þeim einstaklingum sem ganga í að iðka hnefaleika.

Benedikt H Segura. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:18

7 identicon

Tóku þið eftir því í fréttinni frá hneflaleikafélaginu. þar stóð" varð uppvís að því að lenda í áflogum

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:28

8 identicon

Ég er ekki endilega sammála því að reka drenginn úr félaginu, þetta er bara barn þó svo hann hafi gengið í skrokk á öðrum dreng. Að banna hnefaleika er bæði tilgangslaust og óþarft, góð íþrótt sem hefur ekkert með það að segja hvort menn gerast sekir um ofbeldisverk, hnefaleikar gera engan að ofbeldismanni!

Atli (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:29

9 identicon

Box er snilld, það er fátt betra en að láta vaða í púðann þegar það er einhver pirringur í manni.. mun gáfulegra en að taka það út á einhverjum alsaklausum. Það á ekki að dæma heila íþrótt út frá einum vitleysingi sem að veit ekki alveg hvað hann er að gera... gott dæmi um svona lagað er t.d. að bílaáhugamenn sem að ekki vilja brjóta af sér á vegum landsins fara á aksturbrautir til að skemmta sér. Og ég segji það af reynslu, ef að manni langar að keyra hratt þá skellir maður sér bara á braut eða öruggann stað þar sem maður getur engan tjónað(nema þá sjálfan sig ef allt fer á versta veg) tekur duglega á bílnum og þá um leið minnkar þörfin fyrir það á þjóðveginum og götum bæja og borga þar sem að saklausir vegfarendur eru.

Margeir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:56

10 identicon

Hugsun læknisins er skiljanleg sem fyrstu viðbrögð. En þá verður að líta á stóra samhengið. Áður en hinu fráleita banni við hnefaleikum var aflétt, voru hér æfðar og kenndar mun svæsnari bardagaíþróttir.

Þá er drullusokkur og verður drullusokkur. Sumir þeirra sem að lögum leyfist að taka bílpróf, aka vísvitandi á aðrar manneskjur. Seint verður komið í veg fyrir eitthvert misbrúk á öllu frelsi. Fyrir það á ekki að leggja allt mannfólk í fjötra.

Að sama skapi leggjum við ekki af gjaldmiðla eða trúnaðartraust þó að hvort tveggja saurgist af háttsemi fáeinna drullusokka.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:16

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það má kannske benda á það að nútíma hnefaleikar eru mun hættulegri en þeir voru í gamla daga, áður en hanskarnir komu til sögunnar. 

Berhentir geta menn nefnilega ekki lamið jafn fast í hörð höfuðbein án þess að mölva á sér hendurnar. 

Annars var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði um hnefaleikaiðkun árásarmannsins "Ó nei. Nú eiga einhverjir eftir að stökkva fram og heimta að box verði bannað aftur." 

Gott að vita að ég reyndist sannspá.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.3.2009 kl. 22:22

12 identicon

Ofbeldisíþróttir og aðrar æfingar í blóðsúthellingum hafa í raun sama markmið og hið svokallaða heilbrigðiskerfi, að tryggja heilsu manna.

Hversu margir skyldu nú látast á heilbrigðisstofnunum árlega og hversu margir skyldu á sama tíma látast í eða nálægt húsnæði sem nýtt er til kennslu eða æfinga í svæsnum ofbeldisíþróttum?

Eða ef við erum ögn málefnalegri: Hversu margir deyja af völdum ofbeldisíþróttaiðkenda árlega samanborðið við þá semdeyja af völdum heilbrigðisstarfsfólks?

Hvað skyldi heilbrigðisstarfsfólk segja ef allt í einu yrði bannað með lögum frá Alþingi að veita fólki blóð í æð, sökum þess að stundum sýktist fólk bannvænum sjúkdómum við slíkar lækningar?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:06

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Box er algjör barbarismi.  Aldrei skilið afhverju verið er að kalla það íþrótt.

Tilgangurinn er að skaða andstæðinginn.  Er ekkert hægt að horfa framhjá því.  Jú jú, náttúrulega stigsmunur á amatör eða atvinnumannaboxi. 

Þó fólk skaðist auðvitað líka í öðrum íþróttum þá er það óviljandi side effect.  Ekki eins og í boxi þar sem tilgangur "sportsins" er að skaða.  

Hreinræktaður barbarismi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég vil fá "statistik" þar sem borinn er saman, annars vegar fjöldi fórnarlamba ofbeldis af hendi þeirra sem hafa fengið hnefaleikaþjálfun og hins vegar fjöldi fórnarlamba þess ofbeldis, af hendi þeirra sem hafa fengið skólun og þjálfun í læknisfræðum og er í daglegu tali kallað lækna-"MISTÖK".

Halldór Halldórsson, 3.3.2009 kl. 09:01

15 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mín sjónarmið eru:

1. Box verður tæplega bannað að nýju. Að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það verður vafalítið gert í framtíðinni. Þá mun almenningur ekki upplifa það sem bann heldur mun fólk hætta að stunda þessa ruddalegu "íþrótt". Box er stöðugt til umræðu á alþjóðlegum vettvangi og fulltrúar margra þjóða öfunduðu stöðu okkar fyrir afnám boxins.  Það var skaði, að bannið var fellt úr gildi.

2. Boxið er gjarnan borið saman við aðrar íþróttir og þá helst sjálfsvarnaríþróttir. Það er vissulega rétt að háski fylgir annarri íþróttaiðkun allt frá knattspyrnu til austurlenskra bardagaíþrótta. Ég hef kynnt mér hið síðarnefnda og rætt við þjálfara. Fyrir mér hefur verið staðfest að engin grein íþrótta byggir á að ná árangri með að vanka andstæðinginn með höfuðhöggum eins og hnefaleikar gera.  Fyrir mér er það næg ástæða til að vera á móti boxinu.

3. Því hefur verið haldið fram að reglur og búnaður í ólympískum hnefaleikum girði fyrir áverka. Svo er vissulega í hinu ytra en vísindarannsóknir benda til að innri skaðar séu fyrir hendi. Sömu kraftar hvað varða hreyfingu höfuðkúpunnar eru til staðar með tilheyrandi áhrifum á heila og margvíslegir augnskaðar eru sláandi í áhugamannaboxinu.  

4. Yfirlýsing boxarafélagsins á Suðurnesjum ber með sér að það sé almælt að e-ð hafi farið úrskeiðis hjá barninu, sem beitti ofbeldinu. Þessi yfirlýsing hefði tæplega verið gefin ef ekki væri talið að viðkomandi hefði beitt þjálfun sinni við verknaðinn og hún leitt til þeirrar niðurstöðu sem við blasir.

Sigurbjörn Sveinsson, 3.3.2009 kl. 09:25

16 identicon

Hvort eru það byssur eða fólk með byssur sem drepa annað fólk?

Alls staðar inni á milli leynast svartir sauðir og það er einfaldlega ekki hægt að dæma heildina út frá nokkrum einstaklingum eða nokkrum tilfellum.  Þegar læknar gera mistök á þá að banna stéttina?  Vissulega myndi læknir gera fleiri mistök ef hann fengi að byrja að starfa frá fyrsta degi í náminu en það er sem betur fer haldið betur utan um það heldur en hvað einstaklingar gera utan æfinga.  Þar fyrir utan veit maður að sumir læknar fái að starfa áfram hér á Íslandi þrátt fyrir læknamistök... meira að segja sumir sem eru farnir að bera kenninöfn á borð við 'Slátrarinn' o.s.frv.

Ég er samt nokkuð viss um að boxarafélagið eigi eftir að sparka þessum vesælingi þar sem að það er ekki neinu félagi til framdráttar að hafa meðlimi sem hvorki læra né geta nokkuð.  Umræddur gerandi þurfti að  láti vin sinn halda þolandanum á meðan hann lamdi hann... hvort sem hann notaði box á hann eður ei.

Óli (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:56

17 identicon

Nú laustu upp öskju Pandóru karl faðir minn...

Tómas Örn (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:08

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Án þess að leggja dóm á þetta tiltekna mál finnst mér alveg sjálfsagt almennt talað að þeir sem iðka box fái frelsi til að berja heilann í hver öðrum  í klessu úr því þeir nenna að stunda þessar barsmíðar á annað borð. Um að gera: berja hvern annan í kássu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 09:39

19 identicon

Mér finnst sérkennilegt hvernig menn bera hér statt og stöðugt saman læknamistök annars vegar og hins vegar ofbeldi af höndum hnefaleikamanna. Mjög sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt.

Enginn læknir vaknar að morgni og leggur á ráðin um að gera mistök, né heldur að skaða sjúklinga sína. Það er ekki markmið hans að valda skaða þegar hann framkvæmir mistökin - þess vegna eru þau mistök.

Hnefaleikamaður beitir kunnáttu sinni til þess að valda skaða - það er hans markmið.

Annars veit ég ekki almennilega af hverju maður eyðir orðum í þessa umræðu. Hún er svo gjörsamlega út á skjön að það er engu lagi líkt. Hin "ögn málefnalega" spurning Péturs felur ekki í sér neitt málefnalegt. Hann ber saman sjúklinga annars vegar og íþróttamenn hins vegar og vill síðan metast um hvar dánartíðnin sé hærri. Þvaður.

Friðrik Thor (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:13

20 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ljóst að drengurinn beitti þarna aðferðum sem hann hafði lært í boxinu. Því má kannski segja að þeir sem gangi í boxsamtök þurfi að ganga undir geðrannsókn áður en þeir komast í samtökin. Með því mætti fyrirbyggja árásir hnefaleikamanna sem þessa.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 18:37

21 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, er það ekki! Er ekki réttara að fólk gangist undir geðrannsókn áður en það fær að kaupa áfengi, stunda kynlíf, eða aka bíl?

Þá gætum við kannske fyrirbyggt áfengissýki, akstur undir áhrifum, nauðganir og ofsaakstur.  

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.3.2009 kl. 19:17

22 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Nei, málið snýr að íþrótt sem krefst þess að menn taki ekki lærdóminn sem í henni lærist út fyrir boxhringinn.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 19:29

23 identicon

Ég geri þessi orð að mínum.

Tómas Örn (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband