Spilling í VG og BSRB?

Manninum var bent á fyrir 2000 árum að mannjöfnuður væri vandasamt fyrirbæri; við gætum verið glámskyggn á bjálkann og flísina, hvort væri flís eða bjálki í okkar auga og hvort væri í auga bróður okkar. Við bætist svo, að bjálki og flís er ekki það sama í augum allra. Sú þjóðfélagsumræða, sem nú á sér stað  ber þessa merki. Eins og að drekka vatn taka umræðusnillingar hversdagsins þá "móralskt" af lífi, sem taldir eru hafa heilu barrskógana í augunum. Einkum fyrir spillingu. Þingmenn hafa ekki látið þessa umræðu fram hjá sér fara og jafnvel tekið þátt í henni. Ég ætla að láta reyna á, hvers konar viðarbútur er í mínu auga.

Ég hef lengi velt fyrir mér stöðu Ögmundar Jónassonar, alþingismanns. Jafnframt því að teljast til löggjafa þjóðarinnar er hann verkalýðsleiðtogi og fer fyrir einum stærstu hagsmunasamtökum launþega, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Ég verð að viðurkenna að þetta hefur lengi vafist fyrir mér. Sennilega fleirum. Það getur ekki verið Ögmundi einfalt verk að skilja á milli hagsmuna þjóðarinnar, sem hann gætir á þingi og hagsmuna stéttarfélagsins, sem hann gætir utan veggja þingsins. Það skildi maður ætla.

Þegar ég tók fyrir mörgum árum við forustu í öflugu stéttarfélagi, Læknafélagi Íslands, þá tók ég ákvörðun um að draga mig  í hlé við málefnavinnu í þeim stjórnmálaflokki, sem ég tilheyri. Mér fannst það ekki samrýmast þeirri trúnaðarstöðu, sem ég hafði tekið að mér, hvorki með tilliti til umbjóðenda minna í læknafélaginu né félaga í Sjálfstæðisflokknum.  

Nú er mikið rætt um enn skýrari aðskilnað hinna þriggja stoða ríkisvaldsins og að þar skuli Alþingi fremst meðal jafningja. Ég tek undir það. Ég veit, að Ögmundur er meira gefinn fyrir jöfnuð en ójöfnuð, rétt en órétt og hjarta hans brennur fyrir siðbótina. Það er vel. Ég er viss um, að hann mun ræða þessi vandkvæði sín við félaga sína í þingflokki Vinstri grænna.

Eða á "flísbyltingin" við það, að aðstandendur hennar hafi allir flísar í sínum augum, en bjálkana sé að finna í augum þeirra, sem þeir gagnrýna? Maður spyr sig.

Skrifað 24.01.09


mbl.is Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur hefu aldrei spiltur maður verið. Má ekki vamm sitt vita og vinnur launa lítið eða laust fyr BSRB. Þú þáðir laun fyrir þitt starf, með öðru.

En nú, við þessar aðstæður, ef hann verður ráðherra, verður hann að taka þetta til athugunar.

'Eg get bent á marga verlýðsforingja D listans sem hafa verið samtímis þingmenn  og einnig í stjórnum fyrirtækja.  Þett fer eingöngu eftir innri manni.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef kynnst vinnubrögðunum á eigin skinni og mæli ekki með þeim.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Þetta er það sem mér finnst að Sjálfstæðisflokknum, þeir vita ekki að það er til fólk sem þarf að velta krónunni fyrir sér."

Þetta er mikill misskilningur Kristbjörg. Gömul kommalygi .

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 07:14

4 identicon

það gengur ekki að vera ráðherra og formaður verkalýðsfélags. Ég tel að annað gildi um þingmennsku.

Ögmundur er án efa í hópi heiðvirðustu manna í íslenskum stjórnmálum.

Doddi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ögmundur góður eða slæmur breytir því ekki þegar menn eru ráðnir til starfa hvort sem er við heilsugæslu, afgreiðslu eða hagsmunagæslu launþega er væntanlega ekki gert ráð fyrir því að menn séu í vinnu annars staðar. Ef ég borga manni fyrir að tæma ruslið úr hverfinu hjá mér sem telst vera full vinna, hitti hann svo við önnur störf sem hann fær greitt fyrir á meðan ruslið safnast upp hjá mér.

Þetta hefur viðgengist í áratugi að verkalýðsforkálfar gegna öðrum stöðum samhliða hagsmunagæslu launþega sem oftar en ekki virðast mun fyrirferðameiri heldur hitt.Og stangast þessi störf iðullega á við  raunverulega hagsmunagæslu alþýðunnar.

Þessu verður að breyta og það strax.

Er þetta skýringin á getuleysi verkalýðsforystunnar og að hún sé í raun óstarfhæf vegna tengsla sinna inn í fjármalageirann, pólitíkina og jafnvel atvinnulífið? Við höfum séð hversu megnug hún er eftir bankahrunið, þegar hvað harðast er sótt að launafólki.

Ragnar Þór Ingólfsson, 27.1.2009 kl. 10:22

6 identicon

Ögmundur er vafalaust heiðarlegur en kannski með of mikið.  Þannig hefur verkalýðsfélag póstmanna ekki getað varið póstmenn síðan síðasti verkalýðsformaður þess tók við.  Og féalagið heyrir undir Ögmund.  Póstmenn vinna við ömurlegar aðbúnað og oft sviknir af yfirmönnum um unna yfirvinnu.

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:52

7 identicon

Er Ögmundur á tvöföldum launum?

 Miðað við yfirvegaðan tón í færslunni, finnst mér einsog fyrirsögninni sé ætlað að vinna mikið óþarfa verk.

Doddi D (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:37

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Til þess að umræðurnar missi ekki marks og til að fyrirbyggja misskilning þá hefur hvorki færslan né fyrirsögn hennar neitt með laun Ögmundar Jónassonar að gera. Ég hef ekki hugmynd um, hvernig þeim er háttað og hef engan áhuga á að vita það. Ég efast ekki um grandvarleik téðs þingmanns; ég þekki hann bara af góðu einu sem persónu.

Það er fleira spillimg en peningar.  Stundum koma menn sér grandalausir í vandræði. Það má allt eins vera, að Ögmundur sé spekingur með barnshjarta.

Sigurbjörn Sveinsson, 27.1.2009 kl. 15:15

9 identicon

Ögmundur hefur aldrei, á meðan hann hefur setið á þingi, þegið laun fyrir BSRB vinnuna.  Þetta kemur fram á síðunni hans, http://www.ogmundur.is/ogmundur/. 

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:57

10 identicon

Að ofan sagðí ég að Ögmundur væri kannksi með of mikið.  Segi eins og Sigurbjörn að það sem ég er að segja hefur ekki neitt með peninga hans eða laun hans að gera og dæmi það ekki og veit bara ekkert um það.  Kannski er maðurinn með of mikla vinnu á öxlunum er það sem ég meinti.  Bara kannski.  Allavega hefur ekki verið eðlilega hlúið að póstmönnunum okkar og Póstmannafélagið er veikt og lætur það viðgangast að þeir vinni endalaust við ömurlegan aðbúnað.  Og formaður félagsins svarar til Ögmundar.

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:05

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirsögnin er nú ekki beinlínis til þess ætluð að kalla á málefnalega umræðu er það?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:38

12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Fyrirsögnin hefur kallað á málefnalegar umræður, sem hér hafa komið fram að ofan. Hún segir nákvæmlega það sem ég vildi meina og koma á framfæri.  Vangaveltur af þessu tagi hljóta að vera hluti af nýja Íslandi. Frekari kröfur til alþingismanna en við höfum gert hvað hagsmunaárekstra varðar hafa verið settar fram. En þegar kemur að þessum þingmanni þá bregður fyrir ofurviðkvæmni. Stjórnin ekki sprungin fyrir sólarhring að þöggunin er hafin á hinn vænginn. Eða er ég að misskilja e-ð? Er ég að misskilja hygmyndafræðina að baki nýja Íslandi? ?

Maður spyr sig. 

Sigurbjörn Sveinsson, 27.1.2009 kl. 19:34

13 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:45

14 identicon

Sigurbjörn þorði þarna að opna umræðu sem lýðum hefur kannski ekki verið ljóst.  Kannski vantar bara innsæi sumra sem vilja kveða hann niður.  Hann hefur ekki sagt neitt ljótt um Ögmund.  Getur það ekki verið skaðlegt ef Ögmundur er kannski ofhlaðinn verkum sem vinna kannski gegn öðrum verkum sem honum er ætlað að vinna fyrir fólkið?  Það eru eðlilegar og heiðarlegar vangaveltur.  Grjótkastararnir voru nú bara heimskur og villtur lýður og hafa ekkert með neitt að gera nema ofbeldi gegn lögreglu og skemmdarfýsn.

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:41

15 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Ertu ennþá í þessum flokki?

Guðrún Vala Elísdóttir, 27.1.2009 kl. 21:55

16 identicon

Það mætti nú alveg velta því upp af hverju Ögmundur sagði ekki bofs á meðan félagsmenn í BSRB voru grýttir með hlandi og saur fyrir nokkrum dögum.  Ekki veit ég til þess að eitthvað hafi komið upp úr honum þá.  Ég vona að mér skjátlist.

Svo er þetta ekki spurning um flokka.  Ef menn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér verða þeir að láta það sama ganga yfir sig sem þeir vilja að gangi yfir aðra.  Hversu eðlilegt er það að formaður hagsmunasamtaka launþega sé jafnframt hluti löggjafarvaldsins?  Skiptir þá engu máli hvort hann heitir Ögmundur Jónasson eða eitthvað annað. 

Tómas Örn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:05

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ennþá í flokknum og sérstakur styrktarmaður. Ætla að taka þátt í endurreisninni. Þar er mikið verk framundan og tímafrekt. En það heppnast eins og annað í lífinu. Ef maður er nógu natinn. Eins og að temja. 

Sigurbjörn Sveinsson, 27.1.2009 kl. 23:03

18 identicon

Það að þingmenn gegni öðrum störfum jafnhliða þingmennsku bíður upp á hagsmunaárekstur. Gildir þá einu hvort störfin eru í þágu fyrirtækja launþega eða annara hættan er fyrir hendi. Þingmönnum ætti ekki að leyfast að sinna öðrum störfum en þeim sem þeir eru kjörnir til.

JKJ (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband