15.3.2024 | 14:27
Ekki einstakt tilvik
Í gegnum tíðina hafa læknar orðið fyrir ógunum af þessum toga. Bæði á stofum sínum, vaktstöðum og sjúkrahúsum. Þetta er því miður ekki einsdæmi.
Réðust á lækni sem neitaði að breyta vottorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2020 | 12:50
Ekki svipta börnin bernskunni
segir barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason í athyglisverðu viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsis. Byggir hann þessi ummæli m.a. á persónulegri reynslu sinni af að alast upp hjá veikri móður með geðhvarfasýki. Nú hefur hann að markmiði að samhæfa krafta samfélagsins í þágu barna sem standa höllum fæti af þessum sökum og öðrum sambærilegum. Hann boðar kerfislæga nálgun til að bæta stöðu barna.
Ásmundur Einar lýsir vel skjólinu, sem hann átti í sveitinni hjá afa sínum og ömmu og mikilvægi þess fyrir barnið að finna athvarf þar sem regla var á hlutunum og allt var fyrirsjáanlegt og í föstum skorðum.
Annað athyglisvert viðtal við Sigurlaugu Jónsdóttur birtist í Fréttablaðinu um helgina. Hún lýsir uppvexti með móður með geðhvarfasýki á svipaðan hátt og Ásmundur Einar. Hún segir:
"Ég hefði viljað eiga talsmann í þessu öllu og að fræðsla til kennara og félagsráðgjafa væri virkari gagnvart börnum í erfiðum aðstæðum. Þegar ég horfi til baka er ég ekki á því að það hefði átt að hlífa mér við sveiflunum. Ég hefði bara viljað að einhver hefði haldið í hönd mér í gegnum þetta. Að ég hefði getað leitað til einhvers sem gæti lánað mér dómgreind á erfiðum stundum. Einhver afruglari"
Þessi umræða er frábær og alveg sjálfsögð. Hún mun vonandi koma miklu til leiðar. En gleymum því ekki, að kærleikurinn og persónulegt, tilfinningalegt atlæti gagnvart börnum er það sem mestu skiptir - eins og barnamálaráðherrann fékk að reyna svo vel hjá ömmu sinni og afa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2020 | 13:36
Niðurskurðurinn er greinilega ekki að virka
Fyrir um 40 árum fannst riða í fé á Hornstöðum í Laxárdal, Dal. Á bænum var að mig minnir innan við 200 fjár á vetrarfóðrum, sem hafði sumarhaga í lokuðu hólfi. Land Hornstaða var afgirt og voru menn þess fullvissir að enginn samgangur var við aðra hjörð. Smitið sem fannst var bundið við á, sem ættuð var úr Hrútafirði og lömb undan henni. Féð var allt skorið.
Mörgum árum síðar hitti ég Margréti Guðnadóttur, prófessor í veirufræði, á göngum Alþingis, þar sem við vorum bæði að nudda í fjárveitingavaldinu. Ég tók upp þennan þráð við hana og lýsti aðstæðum fyrir vestan og þeirri skoðun minni að þarna hefði tapast gullið tækifæri til að láta féð lifa og fylgjast með gangi sjúkdómsins í hjörðinni við náttúrulegar aðstæður. Margrét tók afdráttarlaust undir þessa skoðun mína og var sammála því, að hér hafi verið skorinn vænlegur efniviður til rannsókna. Hún bætti því reyndar við, að stefnan væri hér á landi að eyða öllu þessu rannsóknarefni.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar fréttir bárust af riðusmiti í Skagafirði og niðurskurði þar. Niðurskurður hefur farið fram en ekki í Syðri Hofdölum í Blönduhlíð eftir því sem fréttir herma. Þar var smitið bundið við einn aðkomuhrút og hefur ekki fundist í öðru fé samhólfa. Bóndinn þybbast við og hefur nú Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar og nágranna sína með sér.
Er ekki kominn tími til að beita öðrum og hægvirkari rannsóknaraðferðum en tafarlausum niðurskurði á þessa hægvirku sýkingu til að komast til botns í hegðun hennar.
Niðurskurðirinn er greinilega ekki að virka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2020 | 14:10
Athugasemdir eru "ávarpaðar"
Mogginn með alla sína menningarsögu á herðunum verður að gera betur. Það er útilokað að Davíð og aðrir þeir, sem á Mogganum bera ábyrgð, uni því að blaðamennirnir séu að ávarpa dauða hluti og hugtök í störfum sínum.
Tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2020 | 14:27
Fullkomið ábyrgðarleysi Eflingar, sveitarstjórna og skólastjórnenda
Hvers eiga börnin að gjalda? Nú eru verkfallsaðgerðir Eflingar hafnar að nýju eftir hlé. Og þurfti drepsótt til. Skólaganga barnanna hefur verið trufluð meira og minna í tvo mánuði. Því ætla menn blákalt að halda áfram. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar á félagsleg tengsl, þroska og geðheilsu þessara barna auk þess sem foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Sem læknir hef ég þungar áhyggjur af þessu ástandi og lít á það sem sameiginlegt skemmdarverk aðilja vinnudeilunnar.
Lögum hefur verið beitt á Íslandi af minna tilefni.
15.10.2019 | 21:00
Hálfkveðnar vísur stjórnar SÍBS
"Við vorum ekki að grípa inn í eitt né neitt, það komu bara upp aðstæður sem kröfðust neyðarréttar af okkar hálfu. Við vissum ekki að það væri eitthvað í gangi þarna innanhús fyrr en okkur var tjáð hvað væri í gangi og þess vegna urðum við að bregðast við. Ég get alveg réttlætt þær aðgerðir alla leið, en ég ætla ekki að gera það því það er trúnaður og við ræðum ekki um málefni einstaka starfsmanna, segir Sveinn.
Stjórn SÍBS skýlir sér á bak við trúnað en fer í sömu andránni með hálfkveðnar vísur. Atar auri, þann sem hún vildi í orði hlífa, en ber sér á brjóst um leið.
Nú liggur ekkert annað fyrir en að segja söguna alla.
Aðstæður sem kröfðust neyðarréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2019 | 11:57
Valdníðslan innan kirkjunnar linnulaus
"Ekki á minni vakt" sagði biskup keikur fyrir nokkrum misserum. Með því gerði hún sig vanhæfa til að fjalla frekar um mál séra Ólafs Jóhannssonar en hefur algerlega virt það að vettugi. Nú hefur komið í ljós, að málatilbúnaðurinn gegn Ólafi var í besta falli beggja handa járn. Þvert á móti liggur það fyrir, að biskup hefur brotið á honum lög.
Hið næsta, sem gerist í málinu er, að lagt er niður heilt prestakall til að koma honum frá. Síðan taka þessar syndlausu konur í Félagi prestvígðra kvenna það að sér að kasta að honum grjóti til að einangra hann frá því starfi, sem hann er skipaður til.
Þetta er bara viðbjóður.
Vildu ekki funda með Ólafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2019 | 11:37
Þingmenn svala sér á lögreglu
Svo virðist sem þingmenn hafi kallað lögreglu fyrir á nefndarfund til að veita henni tiltal. Ég hef vanist því að koma fyrir þingnefndir til að veita upplýsingar til að auðvelda þingmönnum störfin. Hér hefur e-ð annað búið undir og er það miður. Er 5. herdeild þeirra, sem vilja brjóta á bak aftur landamæri íslenska ríkisins, komin á þing?
Ég tel að almenningur styðji almennt aðgerðir lögreglu og sé henni þakklátur fyrir framgönguna.
Valdbeiting lögreglu aldrei krúttleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2019 | 12:27
Náttúruverndarfólk krefst ritskoðunar
Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og nú almenn náttúruverndarsamtök kveina undan, að dregnar séu fram staðreyndir um tengsl náttúruverndarsamtaka við hryðjuverk. Staðreyndirnar tala sínu máli og ekki er að sjá, að neitt sé ofagt eða rangt í skýrslu hagfræðistofnunar. Samt á að draga skýrsluna til baka í stað þess að taka málefnalega á efnistökum hennar. Þetta finnst mér ekki koma til greina og bein árás á hið akademíska frelsi. Hér er hin umdeilda grein, sem á er minnst:
"5.2.1 Hryðjuverk í nafni náttúruverndar (e. eco- terrorism) Í nóvember 1986 sökktu félagar í samtökunum Sea Shepherd tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Síðar sagði Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherd, að hann myndi sökkva öðrum bátum Hvals ef hann fengi tækifæri til þess. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu hryðjuverk samtakanna.
James F. Jaboe yfirmaður innanlandsdeildar hryðjuverkavarna (e. domestic section, counterterrorism division) í rannsóknarlögreglu Bandaríkjanna (e. Federal Bureau of Investigation, FBI) bar vitni um ógnina af hryðjuverkum í nafni náttúruverndar (e. eco-terrorism) fyrir Bandaríkjaþingi 12. febrúar 2012.75 Í máli hans kom fram að alveg frá því að félagar í Sea Shepherd réðust gegn fiskveiðum í atvinnuskyni árið 1977 með því að skemma fiskinet hafi verið framin hryðjuverk í nafni náttúruverndar um allan heim.
Samtökin Sea Shepherd hafa látið til sín taka víða um heim allt frá 1977. Í dag er leiðtogi samtakanna, Paul Watson, eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni (e. Interpol) fyrir innbrot, eignaspjöll, fyrir að hindra starfsemi fyrirtækja með ofbeldi og fyrir að valda meiðslum.76 Bæði Costa Rica og Japan hafa farið fram á að hann verði handtekinn.
Afstaða Sea Shepherds til hryðjuverka hefur í grundvallaratriðum lítið breyst á síðustu 30 árum. Á heimasíðu samtakanna segir leiðtogi þeirra að í dag sé það ekki skynsamlegt að sökkva hvalveiðiskipum á Íslandi, þó að hann langi til þess. Í kvikmyndinni Killing Whales sem gerð er af Journeyman Pictures segir starfsmaður Sea Shepherd á Íslandi að samtökin séu að leita leiða til að halda baráttunni [á Íslandi] áfram og færa hana á næsta stig.
Í október sem leið vakti íslenska tímaritið The Reykjavík Grapevine athygli lesenda sinna á því að fyrirhugaður væri stofnfundur hjá útibúi samtakanna Sea Shepherd á Íslandi (Sea Shepherd Iceland) 16. október.77 Jafnframt kom fram í fréttinni að Ísland hefði brotið alþjóðalög með hvalveiðum. Samkvæmt síðu á Snjáldurskinnu (e. Facebook) mættu 46 manns á stofnfund Sea Shepherd, Iceland og þar af var rúmur helmingur Íslendingar.
Líklega stendur Íslandi eins og mörgum öðrum löndum nokkur ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Ekki verður þó séð að þessi ógn sé af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali. Auk þess er hætt við að fleiri kröfur gætu komið í kjölfarið, ef slíkum samtökum finnst að þau hafi náð árangri. Benda má á að mörg lönd í heiminum hafa sett sérstök lög til að vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka. Ef til vill er tilefni til slíkrar lagasetningar á Íslandi".
Ég tel mig nátturuverndarmann og hef ýmsilegt við hvalveiðar að athuga en við þennan ofstopa kann ég ekki.
Vilja hvalaskýrslu dregna til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.1.2019 | 21:28
Rannsókn, sem krefst þátttöku okkar
Oftast er sjónum beint að þjáningum barna, sem eiga við eriða sjúkdóma að stríða. Minna er skeytt um nána ástvini, sem eru beinir þátttakendur í baráttunni, foreldra og systkini og jafnvel ömmur og afa. Við þurfum að kynnast afdrifum fjölskyldna, sem í þessu lenda og það er markmið þessarar rannsóknar. Leggjum þessari rannsókn lið.
Hvetja foreldra til samstarfs við voffa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)