Fullkomið ábyrgðarleysi Eflingar, sveitarstjórna og skólastjórnenda

Hvers eiga börnin að gjalda?  Nú eru verkfallsaðgerðir Eflingar hafnar að nýju eftir hlé. Og þurfti drepsótt til. Skólaganga barnanna hefur verið trufluð meira og minna í tvo mánuði. Því ætla menn blákalt að halda áfram. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar á félagsleg tengsl, þroska og geðheilsu þessara barna auk þess sem foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. 

Sem læknir hef ég þungar áhyggjur af þessu ástandi og lít á það sem sameiginlegt skemmdarverk aðilja vinnudeilunnar. 

Lögum hefur verið beitt á Íslandi af minna tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BÖRNIN - sum þeirra eiga mæður sen vinna á launum undir framfærslumörkum- börnin þeirra geta ekki farið í ferðalög eða fengið tískuföt- og munu ekki fara i framhaldsnám---sir.

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.5.2020 kl. 19:48

2 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Liðið er hátt á aðra öld...

Þau standa enn logandi í langri röð
ljósin á gígastjaka og einungis spáfaranda að sjá hvernig fer.

Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla
að sér leyfist það!

Því kann að virðast holur hljómur eins og reyndar kemur glögglega
fram í athugasemd hér að framan þegar láglaunastéttir fara fram
en menn bugta sig og beygja þegar þær hæst launuðustu hafa áður
sér til tjóns gjört slíkt hið sama.

Fyrir margt löngu lét ég þá skoðun í ljósi að sérstakt ráð skyldi
ákvarða um laun lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna og umönnunarstétta.
Mér sýnist að Vatikaið geri lítið með það sem ég hef að segja!

Hætt er við að gangi stéttir þessar gegn skjólstæðingum sínum
þá reytist skjótt af þeim fjaðrirnar.

Það er nauðsynlegt að breyta lögum í þessu efni jafn ógæfusamlega
sem horfir nú sem áður.

En ramakvein nú hvort heldur vegna heilbrigðisstarfsfólks og
hvað þá þeirra sem lægst hafa launin eru lítt trúverðug meðan
peningastraumurinn spýtist upp um öll möguleg op og ómöguleg
öllum öðrum til handa.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 02:44

3 identicon

* spáfararanda (skv. 28. kafla Fyrri Samúelsbókar
í Biblíuverki hins sæla biskups, Guðbrandar Þorlákssonar 1584)

Blæbrigðamunur og sannanlega merkingarmunur á þessu orði sem rétt er
talið þannig eða spáfaranda þó það falli mér betur en einhver segði,
jafnvel með réttu, minn eigin uppspuna, - og gerir þá ekkert því
nokkur vissa er fyrir þessu orði hvort heldur til eða ekki.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband