Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Flárćđi í stjórnarsáttmála

Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar segir:

"Gert verđur hlé á ađildarviđrćđum Íslands viđ Evrópusambandiđ og úttekt gerđ á stöđu viđrćđnanna og ţróun mála innan sambandsins. Úttektin verđur lögđ fyrir Alţingi til umfjöllunar og kynnt fyrir ţjóđinni. Ekki verđur haldiđ lengra í ađildarviđrćđum viđ Evrópusambandiđ nema ađ undangenginni ţjóđaratkvćđagreiđslu."

  Ađ jafnađi vísa stjórnarsáttmálar til ţess, sem ríkisstjórnir ćtla sér ađ gera. Ţeir vísa ekki til ţess, sem ađrir kunna ađ standa fyrir eđa vilja hrinda í framkvćmd. Í ljósi ţeirra atburđa, sem hafa gerst hér á landi ađ undanförnu í tengslum viđ samningaviđrćđur viđ ESB, ţá er ţetta ákvćđi stjórnarsáttmálans bara bull og ósannindi.

Er nema von, ađ Ţorsteinn Pálsson, fyrrverandi formađur Sjálfstćđisflokksins, kalli ţetta svikin kosningaloforđ síns eigin flokks. Ţessi orđ hans hafa vafalítiđ veriđ honum ţungbćr en vel valin. 


mbl.is Á ekki ađ koma neinum á óvart
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ári síđar

Fyrir tćpu ári settist ég undir húsvegg í Búđardal og varđ fyrir bókmenntalegri upplifun. Hún var svolítiđ sérstök, ţar sem hún átti upptök sín í litlum kassa á húsinu. Ég bloggađi um ţetta dulítiđ.

Ég átti leiđ ţarna hjá í dag. Ţađ var um svipađ leyti dags og síđast. Norđanátt, strekkingur og frost í lofti. Ţađ var ofurlítiđ skjól viđ húsvegginn. Fuglinn vaggađi sér rétt utan viđ fjöruborđiđ, mávur og úandi ćđur. Hún var ţarna í hópi eins og alltaf ţegar íslaust er. Sólin skein. Úr veggnum hljómađi gamla Gufan eins og áđur. Ţađ var bókmenntaţáttur og ungur mađur las úr nýútkominni bók. Ţađ var tunglbók sagđi hann. Eitthvađ, sem gefiđ er út á fullu tungli. Ţađ munu vera öđruvísibćkur. Hún heitir Spennustöđin.

Ég veit ekki hvađ ţeim kemur til, húsráđendum, ađ standa fyrir ţessu útvarpi í mannlausu húsinu á Ćgisbrautinni í Búđardal. Kannski synir ţeirra Óskars og Hennýar haldi međ ţessu minningu foreldra sinna á loft. Eflaust. Kannski gamli mađurinn hafi setiđ ţarna og losađ sig viđ streitu hversdagsins undir Gufunni.

Eins og ég.

Ţessi bekkur er sannkölluđ Spennustöđ.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband