Athugasemdir eru "ávarpaðar"

Mogginn með alla sína menningarsögu á herðunum verður að gera betur. Það er útilokað að Davíð og aðrir þeir, sem á Mogganum bera ábyrgð, uni því að blaðamennirnir séu að ávarpa dauða hluti og hugtök í störfum sínum.  


mbl.is Tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson er nú enginn Matthías Johannessen og nú skrifa blaðamenn á Mogganum eins og þeim sýnist hverjum og einum í anda frjálshyggjunnar, sem olli gjaldþroti íslensku bankanna haustið 2008. cool

Þorsteinn Briem, 19.8.2020 kl. 14:40

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Hrunið 2008 var sambland af hruni margskonar hugmyndafræðikerfa. Sú ríkisstjórn sem var hrunstjórn þá samanstóð af Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Svipuð er samsetningin núna, Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. 

Hrunið 2008 var hrun frjálshyggju, alþjóðahyggju, jafnaðarstefnu og femínisma. Allar þessar stjórnmálastefnur höfðu verið áberandi árin á undan, og eru enn. Þessar stefnur hafa verið keyrðar upp í öfga og afleiðingarnar ekki glæsilegar. 

Tapið á Mogganum hefur staðið yfir lengi, en eftirtektarvert er að stefnubreyting varð á Mogganum fyrir löngu eða uppúr 1990. Þá var tekin upp femínískari stefna sem ekki hefur skilað sér í neinum gróða. Ef þú berð saman innihald greinanna og efnisins fyrir 1990 og eftir 2000 sérðu muninn. Í dag er Mogginn orðinn mjög í samræmi við aðra fjölmiðla, hægristefnan mun minna áberandi. 

Frjálshyggjumenn eru margir hættir að vera frjálshyggjumenn, eru hættir að reka fyrirtækin eins og fyrirtæki og hugsjónir um betra mannlíf farnar að ráða ferðinni.

Ingólfur Sigurðsson, 19.8.2020 kl. 22:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er Davíð Oddsson feminískur og því finnst karlinum sjálfsagt að athugasemdir séu ávarpaðar. cool

Þorsteinn Briem, 19.8.2020 kl. 23:04

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jú, ekki við öðru að búast. 

Ingólfur Sigurðsson, 20.8.2020 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband