Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skógarkerfillinn er rannsóknarefni

Ég varð fyrir því láni fyrir nokkrum árum að skógarkerfill festi rætur í sumarbústaðarlandi mínu og þurfti ég að fást við hann með töluverðri fyrirhöfn. Í ljósu komu gríðarlega öflugar rætur, mikill rótarvöxtur, sem erfitt var að komast fyrir. Eftir þetta kannaði ég nokkuð rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kerflinum. Í ljós kom að nokkur vinna hefur verið lögð í þær suður um Evrópu og allt suður á Balkanskaga. Ein af ástæðum þess eru vandræði sem fylgja vexti hans í vegarköntum eins og hér á landi. Mörg lífvirk efni er að finna í rótum skógarkerfilsins, sem ég held að fáir viti, hvernig gagnast megi manninum og lækningum. Ef til vill er þessi jurt okkur alveg gagnslaus, en hún er kannski dæmi um það, sem er þess virði að skoða nánar með hinni vísindalegu aðferð.

Nú kemur í ljós, að sú vinna er hafin hér á landi og ber að styðja þá viðleitni eftir megni.


mbl.is Mögulega hægt að nýta skógarkerfil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kukl og skottulækningar og ókunnar lendur.

Mérf finnst að það megi alveg skipta þessari umræðu um kuklið upp. Annars vegar umræðuna um það að halda fast í hina vísindalegu aðferð við lækningar á mönnum þ.e. að meta læknisráðin í ljósi endurtekinna tilrauna, bregða þeim ef svo má segja fyrir afl reynslunnar og nýta ekki annað en það, sem stenst próf skynseminnar eftir þessari aðferð. 

Hins vegar er umræðan um, að hugsanlega kunni að felast lækningamáttur í ýmsu því sem finnst í náttúrunni. Finnst mér gæta nokkurrar óbilgirni og jafnvel þröngsýni í þeirri umræðu. Lúpínan er gerð að umtalsefni og dregin fram óheppileg túlkun rannsókna sem gerðar hafa verið á lækningamætti hennar. Lúpínan er dugleg jurt, sem brýtur undirt sig gróið land en þó einkum rýrt og nýtir vafalítið ýmis ráð til þess. Þau kunna að standast nánari skoðun, ef könnuð verða með réttum hætti.

Önnur spennandi jurt er skógarkerfillinn, Anthriscus sylvestris, sem víða vex hér á landi að flestra mati til bölvunar. Ég varð fyrir því láni fyrir nokkrum árum að skógarkerfill festi rætur í sumarbústaðarlandi mínu og þurfti ég að fást við hann með töluverðri fyrirhöfn. Í ljósu komu gríðarlega öflugar rætur, mikill rótarvöxtur, sem erfitt var að komast fyrir. Eftir þetta kannaði ég nokkuð rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kerflinum. Í ljós kom að nokkur vinna hefur verið lögð í þær suður um Evrópu og allt suður á Balkanskaga. Ein af ástæðum þess eru vandræði sem fylgja vexti hans í vegarköntum eins og hér á landi. Mörg lífvirk efni er að finna í rótum skógarkerfilsins, sem ég held að fáir viti, hvernig gagnast megi manninum og lækningum. Ef til vill er þessi jurt okkur alveg gagnslaus, en hún er kannski dæmi um það, sem er þess virði að skoða nánar með hinni vísindalegu aðferð.

Það má ekki gefa neinn afslátt á kröfunni um gæði rannsókna, sem stnada að baki lækningavöru sem sett er á markað. Það má heldur ekki taka á móti nýrri hugsun á þessum akri með grjótkasti.


Fasismi - hvað er nú það?

Í samtali við fyrrverandi formann Félags múslima á Íslandi kom hvergi fram að hann kallaði fólk fasista. Hann sagði einungi sð Saudí Arabía væri fasistaríki.

Í Wikipediu er fasisminn skilgreindur ágætlega og er í takt við skilgreiningar annarra orðabóka: "Fasismi er heiti á alræðisstefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Fasistar boða öfgafulla þjóðernishyggju, samsömun ríkis og þjóðar, rétt ríkisins til ótakmarkaðra afskipta af mannlegri tilveru og andstöðu við stéttabaráttu."

Af fréttum að dæma þá er þetta ekki fjarri lagi um Saudí Arabíu.

 


mbl.is Rangt að kalla menn fasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöl­menn­ustu biðlist­arn­ir eft­ir skurðaðgerðum sem auka lífsgæði

Það er umhugsunarefni að lengstu biðlistarnir séu eftir skurðaðgerðum sem auka lífsgæði fólks og sorglegt að þeir lengist fremur en að styttast. Það er mikil blerssun að hægt skuli að vera að skipta út skýjuðum augasteini fyrir annan tæran með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og miklu öryggi. Það geta allir sett sig í spor þeirra sem geta lesið á ný og notið umhverfisins vel sjáandi að ekki sé talað um framfarir í getu til að annast sjálf athafnir daglegs lífs.

Eins draga liðskipti úr þrautum og trufluðum svefni og hvíld og minnka örorku eða færa jafnvel sjúklingi fulla vinnugetu á ný. Fjárfesting í þessum læknisaðgerðum er fjárhagslega arðbær og því skynsamlegt að að stytta þessa biðlista svo um munar.

Það getur ekki verið stefna okkar að halda úti biðlistafyrirkomulagi þannig að sem flestir deyi út af biðlistunum og sem fæsta þurfi að lækna.


mbl.is Biðlistarnir lengjast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhugsaður pópúlismi Framsóknar

Hver eru rökin? Hvað hefur íþróttahreyfingin fram yfir annað félagsstarf, sem kallar á sérstök skattfríðindi? Afhjúpa svarta vinnu eins og viðhald heimila?

Mér finnst þetta ekki koma til greina. Hverjir verða næstir? Stjórnmálaflokkarnir? Íþróttahreyfingin getur fengið styrki úr ríkissjóði, þurfi hún á þeim að halda. Þetta er bara ávísun á spillingu. Vanhugsaður pópúlismi.

Byggingastarfsemi og alls kyns virðiaukandi starfsemi íþróttafélaganna verður undanþegin skatti. Þetta endar úti í feni.

Það verður forvitnilegt að sjá umsögn fjármálaráðuneytisins um þetta mál.


mbl.is Vilja endurgreiða íþróttafélögum VSK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ veifaði röngu tré, segir Viðskiptablaðið

Nú er það komið fram, sem sagt var hér í síðasta bloggi, að ASÍ fer með staðlausa stafi, þegar því er haldið fram að íslenskir læknar hafi haft rangt við í kjarabaráttu sinni og gefið falskar upplýsingar um laun sín í sambanburði við starfssystkyni á hinum Norðurlöndunum m.a. Svíþjóð.

ASÍ veifar dagvinnulaunum sænskra lækna til samanburðar við heildartekjur íslenskra lækna og kemst að þeirri niðurstöðu að þessir hópar séu á svipuðum launum. Það er plagsiður hér á landi að upphefja sig með því að níða aðra og er því nú beitt af hálfu verkalýðshreyfingarinnar gagnvart læknum. 


ASÍ kýs fremur að veifa röngu tré en öngu

Ekki get ég hrakið fullyrðingar ASÍ um heildartekjur lækna á Íslandi í samanburði við félaga þeirra á hinum Norðurlöndunum. ASÍ gefur engar heimildir upp fyrir niðurstöðum sínum. Hins vegar er ein áberandi villa í málflutningi þeirra sem vafalítið er með vilja beitt.

Íslenskir læknar notuðu dagvinnulaun sín og annarra lækna á Norðurlöndum til samanburðar í kjarabaráttu sínni. Ekki heildartekjur. Baráttan snerist um að bæta dagvinnulaunin þannig að lifa mætti af þeim. Um leið var það baráttumál að fólk kæmist af með styttri vinnutíma. Því var haldið fram alveg feimnislaust að læknar á Íslandi hefðu of stóran hlut heildartekna sinna af yfir- og vaktavinnu. Það er hlutskipti sem við eldra fólkið sættum okkur við á sínum tíma en yngri lækna hafna nú til dags góðu heilli.

Ekki ætla ég að hafa af félögum í ASÍ réttmætar kjarabætur. Öðru nær. Það fer hins vegar betur á því að fyrir þeim sé unnið með haldbærum rökum frekar en ósanngjörnum samanburði sem stenst ekki. 


mbl.is Læknar með fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartalæknir segir upp

Vinur minn einn og kollega, læknir á Landspítalanum, sagði stöðu sinni lausri á gamlársdag. Hann er lunkinn í hjartaþræðingum og margt annað til lista lagt, sem góðan lækni má prýða. Ástæður uppsagnarinnar segir hann þessar:

1. Óhóflegt vinnuálag.

2. Undirmönnun.

3. Margar og illa launaðar vaktir.

4. Lág dagvinnulaun.

5. Nauðsynleg yfirvinna í þágu sjúklinganna aldrei greidd.

6. Samningsleysi.

7. Almennt aðstöðuleysi á spítalanum. 

Þetta er þyngra en tárum taki. Málefni lækninga innan heilbrigðisþjónustunnar hafa ratað í óskiljanlegt öngstræti. Eigi veldur sá er varar. Ótal dæmi um aðvaranir lækna eru til frá síðustu áratugum. Stjórnmálamennirnir hafa þverskallast við. Og sökin liggur ekki bara hjá þeim, sem nú stjórna landinu. En þeir hafa verkfærin til að færa hlutina til betri vegar. Leiðsögnina vantar hins vegar af þeirra hálfu. 


mbl.is Funda um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar horfa í eigin barm

Fjármálaráðherrann snýr hlutunum á haus. Hvetur lækna til að fara í naflaskoðun vegna stöðunnar í kjarasamningunum. Segir þá þurfa að líta í eigin barm.

Það hafa læknar þegar gert. Þeir hafa horft á laun sín, sem hafa rýrnað um meira en 30% á 8 árum miðað við aðra opinbera starfsmenn hér á landi. Þeir hafa horft á heilbrigðiskerfið og starfsaðstöðuna í heild sinni molna fyrir augum þeirra. Þeir sjá ekki yngri lækna með nýja þekkingu koma til starfa hér heima. Þeir sjá unga lækna fara héðan við fyrsta tækifæri sem gefst.

Þannig hafa læknar horft í eigin barm nú þegar og staðan í dag er niðurstaðan. Það er komið að Bjarna Benediktssyni að líta í eigin barm. 

Gleðilegt nýtt ár.


mbl.is Læknar horfi í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt um kjör og starfsumhverfi lækna

Allt sem þið viljið vita um kjör og starfsumhverfi lækna. Ellefu blaðsíður.

Samsæriskenningar um læknamafíu, ofurlaun lækna, lúxusjeppa og gólfferðir mega nú heyra sögunni til.

Athugið svo að ENGIN stétt í kjarabaráttu hefur þurft að taka saman upplýsingar á þennan hátt til að réttlæta tilveru sína. Ég ætlast til þess að læknar fái mínútu af respekt fyrir þetta!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband