Ef minnihlutinn í VG fær sífellt að fríhjóla, þannig að ríkisstjórnin verður að reiða sig á aðkomu stjórnarandstöðunnar í hverju máli, þá er feigðin ekki langt undan. Óreiðan og agaleysið verða ekki einvörðungu bundin við Icesave, heldur mun hin sjalhverfa afstaða minnihlutans í VG eitra smám saman huga þeirra, þannig að við ekkert verður ráðið.
Það mun skila sér í öðrum óförum ríkisstjórnarinnar.
Heita ekki stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Miðað við þessi viðhorf liggur það eiginlega beinast við að breyta næst fyrstu málsgrein stjórnarskrárinnar úr "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn" í "Ísland er lýðveldi með stjórnarbundið þing".
Þingmenn eru fulltrúar hinna ýmsu viðhorfa í samfélaginu og ástæða þess að stjórnin hefur ekki þingmeirihluta fyrir þeirri stefnu sem hún rekur er ekki flókin: Engin slíkur þingmeirihluti náði lýðræðislegu kjöri í síðustu kosningum.
Úrslit hinnar nýafstöðnu þjóðaratkvæðagreiðslu ættu að segja ríkisstjórninni það að hún þurfi að færa sig nær Ögmundi og félögum í stefnu sinni en ekki öfugt, enda eru það þau sem standa fyrir þá stefnu sem VG boðaði fyrir kosningar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 13:16
Tek undir það sem Hans segir hér á undan. Því eru menn svo gjarnir að snúa hlutunum á hvolf.
Eitrunarvandamálið kemur frá þeim sem telja sig guðsútvalda stjórnendur VG. Þeir hafa enga heimild frá kjósendum sínum til að kasta fyrir róða þeim gildum sem flokkurin boðaði í kosningabaráttunni!
Kristján H Theódórsson, 9.3.2010 kl. 14:02
Það getur enginn sannfært mig um það að Ríkisstjórn VG hafi svikið loforð sem þeir þeir gáfu kjósendum sínum. Eða er nokkur sem treystir sér til þess?
Eggert Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.