Flugvöllurinn á réttum stað

Flugvöllurinn er frábærlega staðsettur þó best hefði verið að hugmynd Trausta Valssonar hefði verið fylgt og völlur byggður á Álftanesi. Þar sem mönnum hefur haldist á flugvöllum frá fyrri tíð í slíkri nærveru við þéttbýlið t.d. í Genf eða San Diego, þar dettur mönnum ekki í hug að flytja þá. Danir tregðast við aðrar hugmyndir en Kastrup. Lundúnabúar notuð tækifærið og byggðu City Airport í gömlu dokkunum.

Þessi völlur límir saman þjóðfélagið. Hann á eftir að minnka eftir því sem tækninni fleygir fram og hljóðna.

Svo er hann líka besta náttúruverndin. Hvort halda menn að hafi betri áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar byggingamagn það, sem hugur manna stendur til eða þessi flugvöllur.


mbl.is Vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst dásamlega skemmtilegt að á skýrsludeginum mikla veljir þú að blogga um Reykjavíkurflugvöll!

Var að vonast til að geta komið hingað og fengið einn góðan skynsemisdóm um þetta havarí allt saman.

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef ekki breytt um skoðun frá 31. október 2008 og lái mér hver sem vill. Þarna er skýrsla rannsóknarnefndar í hnotskurn.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.4.2010 kl. 10:07

3 identicon

Bara til þess að vera með í þessari upplýsandi umræðu, þyrlur í sjúkraflugi hafa ekkert með staðsetningu flugvallla. að gera?

Óli Sveins (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 13:10

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nei. Enda skiptir það ekki máli hér. Ef út í það er hins vegar farið þá er sjúkraflug með þyrlum aðeins brot af salíku flugi á ári hverju.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.4.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband