Óþarfi að kveinka sér undan staðreyndum

Hér fyrir nokkrum árum vöruðu menn við efnahagslegum hamförum af mannavöldum. Þeir voru álitnir svartagallsrausarar, gott ef ekki þjóðníðingar. Það liggur fyrir að Kötlu er vænst þessi misserin og yfirstandandi gos eykur líkur á að af Kötlugosi verði. Allt er gert til að vera við því búinn og hefur svo verið um ára bil. 

Verum sjálfum okkur samkvæm og reynum ekki að tala niður þá, sem horfast í augu við sjálfsagðar staðreyndir - ekki frekar nú en áður. (Þessa færslu ber ekki að túlka sem sérstaka stuðningsyfirlýsingu við forseta Íslands.)


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Sigurbjörn. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.4.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er auðvitað ekki hægt að jafna saman, efnahagshruni af mannavöldum og náttúruhamförum sem menn ráða engu um hvort og hvenær koma.  Við íbúarnir á áhrifasvæði Kötlu vitum vel hvað skal gera ef hún vaknar og Almannavarnir vita það líka.  Í þessu er gamla máltækið í fullu gildi: Oft má satt kyrrt liggja. Eins og ástandið er í dag höfum við ekki efni á að fæla frá okkur túristana og gjaldeyrinn sem þeir færa okkur.

Þórir Kjartansson, 20.4.2010 kl. 14:42

3 Smámynd: SeeingRed

Fátt veldur meiri vandræðum þegar upp er staðið en að láta satt kyrrt liggja, það ágæta máltæki á afar sjaldan við og veit yfirleitt ekki á gott að gera lítið úr líklegum áföllum.

SeeingRed, 20.4.2010 kl. 17:31

4 identicon

Þórir Kjartanson skrifar hér að ofan "Við íbúarnir á áhrifasvæði Kötlu vitum vel hvað skal gera ef hún vaknar" 

Þórir, gerir þú þér enga grein fyrir því að áhrifasvæði Kötlu er Öll Evrópa og meira til.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 18:46

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég er þess fullviss, Þorsteinn, að ég veit miklu meira um Kötlu og allt það sem henni fylgir en þú. Og ef þú ætlar að uppfræða alla Evrópubúa um það hvernig þeir eiga að bregðast við Kötlugosi þá gerir þú ekki annað á næstunni. Enda yrði það aldrei í öðru formi en einhverskonar spádómum og vangaveltum sem virkuðu bara sem hræðsluáróður.  Svo vona ég að menn hafi hlustað á Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í Kastljósinu áðan. Þar fer maður sem veit hvað hann segir og hann gerir ekki mikið úr þessari tengingu Eyjafjallajökuls og Kötlu.

Þórir Kjartansson, 20.4.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband