29.4.2010 | 09:07
Bragi bóksali fór međ öfugmćli
í Kiljunni í gćr. Mér finnst Bragi hreinasta fágćti og fagnađarefni ađ hann skuli ljá máls á vist hjá Agli ađ hausti. Í gćr fór hann hins vegar yfir strikiđ ţegar hann sagđi Kristján Albertsson hafa veriđ "niđursetning Thorsćttarinnar". Eins og kunnugt er var Kristján frćndi Thorsaranna í móđurćtt. Kristján var ţeirrar gerđar, ađ hann ţurfti enga náfrćndur til ađ sjá fyrir sér eđa greiđa götu sína í lífinu. Hann var vel menntađur og glöggur til orđs og stafs, í besta lagi ritfćr og skildi efir sig merkilegt lífsstarf, ţegar eingöngu er litiđ til menningar og bókmennta. Er ekki ofmćlt ađ ţar hafi hann boriđ af frćndum sínum flestum.
Hins vegar var annar Thorsari á ferđ í Kiljunni í gćr, sem á sundurleitt en athyglisvert lífshlaup í íslenenskum bókmenntum. Ţađ vćri meir viđ hćfi ađ kalla Thor Vilhjálmsson "niđursetning" Thorsaranna ef afstađa hans til lista og stjórnmála er skođuđ í ljósi sögu móđurćttarinnar. Ţađ má vera ađ geđríkur Ţingeyingurinn hafi ráđiđ meiru um afdrif hans í lífinu en ţćr erfđir, sem hann fékk úr Danaveldi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst Bragi ekki nćgjanlega umtalsfrómur í ţessum ţáttum. Vissulega er hann fyndinn og segir margt áhugavert, en níđ og sleggjudómar um fólk eiga ekki heima í ríkisreknu útvarpi. Ţetta eins og margt annađ hjá Braga virkar rćtiđ á mig.
Smjerjarmur, 29.4.2010 kl. 16:45
Akkúrat ţađ sem ég hugsađi - rćtiđ.
Ragnhildur Kolka, 29.4.2010 kl. 23:10
Bragi kveđur stundum nokkuđ fast ađ orđi. Ţađ gerir hann skemmtilegan. Viđ viljum enga framsóknarlođmullu, hvort eđ er.
En ađ hann sé rćtinn er kannski full langt seilst. Ţá ţurfiđ ţiđ jafnframt ađ sanna ađ Bragi hafi viljađ koma höggi á viđkomandi međ illkvittnum hćtti.
Ţađ held ég sé fjarri Braga.
En laundrýldinn er hann, á afgerandi máta.
Jóhann (IP-tala skráđ) 29.4.2010 kl. 23:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.