Austanvindar og vestan

Vinur minn hvíslaði:

„Andi laganna gefur til kynna að sala HS Orku til Magma sé ólögleg en ef nota á lagahyggju má túlka hana sem löglega sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra um niðurstöðu nefndar sem skoða átti söluna.“

 

„Hún segir vilja ríkisstjórnarinnar liggja fyrir og eftir því verði unnið“

 

Sem sagt þessi lög segja að þetta sé löglegt  ef notuð er svokölluð „lagahyggja“ en þar sem „við“ meintum auðvitað að þetta ætti ekki að vera löglegt munum að sjálfsögðu vinna eftir því. Væntanlega þá með afturvirkri lagabreytingu þannig að andi laganna verði í samræmi við þá „lagahyggju“ sem við viljum að gildi og hefði átt að gilda.

 

Hvaða grín er þetta þá með lögin um landsdóm? Þau eru víst úrelt en af því að þau eru þarna og má túlka sem svo að það skuli ákæra ráðherra þá verðum við að gera það af því að þau eru þarna og af því að þau eru þarna verður að fara eftir þeim. Við viljum ekkert endilega ákæra þessa ráðherra en lögin eru bara svona.

 

Það virðist því vera nákvæmlega sama hvernig lögin í landinu eru. Ef þau þóknast ekki núverandi valdhöfum af því að einhver „lagahyggja“ er notuð þá förum við bara eftir anda laganna og andi laganna er það sem við meinum! Nú og ef það þóknast núverandi valdhöfum að fara að lögum – jafnvel þótt þau í hinu orðinu halda því fram að þau séu úrelt, þá verður að fara eftir þeim.

 

Hvernig á að vera hægt að stunda viðskipti í þessu landi og laða að erlenda fjárfesta við þessar aðstæður með ráðherra í ríkisstjórn sem talar með þessum hætti?

 


mbl.is Lögmæti Magmasölu túlkunaratriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna ekki Magma í Kanada? Hvers vegna þurfti Magma að fara til Svíþjóðar í skúffu til að koma til Íslands? Væri ekki rétt að koma með skýringu á því?

Var siðlaus skúffuleið í gegnum Svíþjóð eina leiðin?

Löglegt en siðlaust valda-ofbeldi þeirra sem ekki geta grætt takamarkalaust á siðferðislega löglegan hátt?

Erum við Íslendingar ekki búin að fá nóg af löglegu og siðlausu stýrikerfi?

Hver vill vera með í næsta siðlausa fjármála-fallinu, til að græðgi-blóðhundar geti áfram athafnað sig í lögleysu-lyga-vef og svikum? Viljum við virkilega meira löglegt og siðlaust embættis-klíku-stýrt Ísland (samasem ólöglegt) ? Til að þjófar geti haldið áfram að stela? Verði okkur þá bara að góðu?

Býst við að Svandís hafi meint eitthvað á þessum nótum: Löglegt en siðlaust! Eftir siðlausum krókaleiðum sem bitnar á heiðarlegu fólki þegar upp er staðið? Og þeir siðlausu setja gróðann í bankahólf í Sviss og víðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.9.2010 kl. 17:39

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hvernig á yfirleitt að vera hægt að fá fólk til að fara eftir reglum, þegar löggjafinn og þau sem eiga að vinna eftir lögunum hegða sér svona?

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.9.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Anna: Landið er opið fyrir fjármagni frá Norðurlöndunum og þeim öðrum Evrópulöndum, sem við erum í viðskiptabandalagi með. Við getum aldrei tryggt að handhafar þess fjár, sem fjárfest er fyrir, séu óspilltir og velviljaðir Íslandi og góðri umgengni við landið okkar. En við getum tryggt að  fyrirtæki þeirra fari að íslenskum lögum og það gerum við m.a. með "skúffufyrirtækinu" í Svíþjóð.

Kannski er þetta fyrirkomulag þrátt fyrir allt gegnsærra en margt það, sem nú er á döfinni á Íslandi.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.9.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband