Áðan á sinfó

Í pokarottu og eldrauðum sokkum

situr hún við hlið mér

og hringar sig í sætinu

eins og köttur,

dregur lappirnar undir sig

og grefur með æpandi tánum

í vatnsbláa sessuna.

 

Þær dansa við karlmannsklæddan Fást,

eldfugl,

með blóðlitan refil um axlir

og glaðvakandi fíólín í fangi,

Þyrnirós í sál. 

 

Prúðbúnir gestirnir

eru víðsfjarri og ilmurinn

eins og engar séu borðtuskur

í strætisvögnum.  

 

Miskunnarverkið og pabbi

eru löngu gleymd

og tónlistin nær þangað,

sem henni var ætlað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Takk, takk fyrir að birta okkur ljóð á ný.

Ef ég gæti málað mundi ég mála þetta ljóð.

Hólmfríður Pétursdóttir, 23.9.2010 kl. 23:49

2 identicon

Frábært. Skil ég það svo að sumir í salnum séu þar ekki

vegna tónlistarinnar."prúðbúnir gestir....." Ég legg til

að þú gerir meira af þessu. Stinga á kýlinn.Eða fyrigefðu félagi er ég að miskilja þetta allt!!!.

Zooi Dabb (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eða hún ósnortin af þeim. Þú ert ekki að missskilja neitt félagi. Ef þú velur ljóð þá sérðu meira þ.e. ef þú hefur áhuga. 

Sigurbjörn Sveinsson, 25.9.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband