Svandís hlýtur að sjá ljósið

enda Breiðfirðingur að föðurkyni.  Rennslisvirkjanirnar, sem eftir eru í neðsta hluta Þjórsár, eru bestu virkjanakostir okkar nú um stundir. Að leggja þessar framkvæmdir til hliðar er jafn gáfulegt og að leggja grunn að húsi, sem enginn ætlar sér að byggja. Miðlunin er fyrir hendi á fjöllum og náttúru- og landspjöll yrðu í lágmarki.

Skuldbindingar við álver eru skemmri en líftími virkjana. Það má rífa álver. Reyndar er þessu rafmagni ætlað annað hlutverk, en að laða fram þann góða málm ál. Þess heldur ætti það að vera skynsamleg niðurstaða Svandísar að leggja ekki stein í götu þessara virkjana í baráttu sinni við "málmbræðsluauðvaldið". 


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvar ætli það sé ljósið ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.10.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Tryggvi Þórhallsson

Það er svo margbundið um augun hennar Svandísar að hún mun aldrei sjá dagsbirtu framar.

Á meðan hún fær að sitja þarna óáreitt mun engin vinna skapast og ástandið viðhaldast.

Tryggvi Þórhallsson, 6.10.2010 kl. 00:11

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hún er dragbítur á alla uppbyggingu í atvinnumálum - pabbi hennar - þessi sem er ættaður úr Breiðafirðinum skv. blogginu þínu - reyndi að setja þjóðina undir drápsklyfjar og sagðist vera með besta samning sögunnar - eða þannig skyldi ég hann.

Annað kom á daginn - hann var með landráðasamning - framkoma Svandísar er líka farin að jaðra við landráð.

Þetta verður kanski Landsdómsmál.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.10.2010 kl. 06:15

4 Smámynd: Njörður Helgason

Ég held að það sé ekki bundið fyrir augu Svandísar. Þeir sem eru með bundið fyrir augu eða blindir. Skynja það sem er í kringum þau. Svandís er svo gersamlega lokuð inni í sínum hugarheim að hún vill ekkert gera sem er gegn hennar skoðun og félaga hennar. Stefnan er að kveikja aftur á lýsislömpum og láta restina dreyja úr kulda.

Njörður Helgason, 6.10.2010 kl. 14:20

5 identicon

Ég held að Svandís Svavarsdóttir sé breiðfirðingur úr móðurætt.Móðuramma hennar var frá Flatey.

Margret (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:12

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Því fleiri Breiðfirðingar sem að henni standa, því líklegri er hún til skynsamlegra verka.

Sigurbjörn Sveinsson, 6.10.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband