14.10.2010 | 00:10
Kiljan: Páll Baldvin fór yfir strikið
Ég hef oft bloggað um Kiljuna. Það er ákveðin nautn að vera óvirkur þátttakandi í samræðum hugsandi fólks um bókmenntir og innihald þeirra. Að ekki sé talað um ferðir Egils með sjáendum um ódáinsheima Þingholtanna eða Hólavallarkirkjugarðs að ógleymdum Braga tóbakskarli.
Páll Baldvin er alfræðingur um mannlífið og beturvitrungur um hvað eina, sem að bókmenntum snýr. Kolla fær stundum að kenna á því í allri sinni kvenlegu mýkt. Oftast er þetta græskulaust og við hæfi til að skemmta okkur hinum. Í Kiljunni í kvöld snerist umræðan um bók Úlfars Þormóðssonar, sem er ástríðuskrif um guðleysi. Páll áttaði sig ekkert á einlægum áhuga guðleysingja að fjalla um guð, sem ekki er til, og get ég alveg tekið undir það með honum. Þá bregður svo við, að umræðan fer að snúast um persónulega upplifun af almættinu og Páll Baldvin líkir Kolbrúnu við faríseann, sem þakkaði guði fyrir altarinu að líkjast ekki tollheimtumanninum.
Með þessari samlíkingu dró Páll Baldvin upp á átakanlegan hátt þá mynd af sjálfum sér, sem hann ætlaði sessunaut sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2010 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.