Nú á að nota Moggann til illra verka

Tónninn var sleginn í morgun strax á forsíðu. Dregin upp dekksta hugsanlega niðurstaða fyrir þjóðina að vinna úr. Icesave málið allt er áfellisdómur yfir mistökum við stjórn landsmála á síðasta áratug. Því má ritstjórn Moggans ekki til þess hugsa að sátt náist við nágranna okkar og viðskiptamenn. Það myndi draga í brennipunkt afglöpin. Þá virðist betra að ala á sundurlyndi þjóðarinnar og taka hættu á ófyrirsjáanlegu tjóni.

Ég hef enn taugar til Moggans og þeirra sem það ráða húsum. En nú eru þeir á varasömum villigötum.


mbl.is „Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Moggin hefur staðið sig vel í Icesave málinu varið málstað Íslendinga, einn af fáu fjölmiðlum þessa lands

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 10.12.2010 kl. 15:51

2 identicon

Rangt ályktað hjá þér góði Sigurbjörn !

 Munurinn á tveimur samningsdrögum er hvorki meira né minna en 110 MILLJARÐAR !

 Ef maðurinn Steingrímur J. Sigfússon á til minnsta vott af sómatilfinningu, á hann að segja af sér STRAX í dag !

 Málið á að fara hreint skýlaust fyrir dómstóla, og ef svo ólíklega vildi til að við töpuðum málinu, yrði kostnaður  ALDREI meiri en upphæðir þeirra draga sem hér liggja fyrir.

 Jafnframt er spurning,  hvort ekki eigi  að draga Steingrím J. Sigfússon fyrir LANDSDÓM !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 15:52

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf ekki svona svikula stjórnmálamenn í stjórn eins og Steinmgrímur er. Hann og Jóhanna eru landráðafólk og þarf að slíta upp þennan samning strax eftir kosningar.

Steingrímur og allir ábyrga með honum þarf að draga fyrir dóm strax og þinghelginni sleppir.

Óskar Arnórsson, 10.12.2010 kl. 16:17

4 identicon

Nú skil ég ekki alveg Kalli Sveinss,

Ef eignir landsbankans duga fyrir allri Icesave skuldinni er samt 110 MILLJARÐAR munur á þessum tveimur samingum???

Tryggvi (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:41

5 identicon

Tryggvi.

 Eignirnar ná ALDREI að duga fyrir skuldinni.

 Betra að satt væri.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:49

6 identicon

http://www.dv.is/frettir/2010/12/10/gjaldthrot-davids-mun-staerra-en-icesave/
Icesave er vandræðamál en þarna er aðal skúrkurinn.sjálfur Mogga ritstjórinn. 

Ólafur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:55

7 identicon

EF það kallast ill verk að segja sannleikann þá so be it !!

Kristinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 22:25

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sannleikurinn hefur margar hliðar. Hin hvíta lygi getur verið jafn sönn og sá sannleikur, sem leysir þjóðina úr fjötrum.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2010 kl. 23:13

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Morgunblaðið og mbl.is eru einu fjölmiðlar landsins sem hafa fjallað um Icesave málið með hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi.  

Yfirburðir Morgunblaðsins í faglegri blaðamennsku sjást greinilega í umfjöllun blaðanna í morgun !! 

Sigurður Sigurðsson, 11.12.2010 kl. 13:21

10 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

ICESAVE málið illræmda er bein afleiðing að sukkinu og spillingunni þegar Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru "seldir" vildarvinum þáverandi valdhafa, þeirra Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Finns Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Þá var Fjármálaeftirlitið undir stjórn manns sem fékk þá stöðu sem Heimdellingur og Seðlabankinn í framhaldinu undir stjórn Davíðs Oddssonar. Bæði Fjármálaeftirlit og Seðlabanki brugðust í sínum eftirlitshlutverkum. Mikið yfirgengilega hljóta þeir að vera blindir sem viðurkenna þetta ekki.

Er það að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi að reka ICESAVE málið fyrir dómstóla ein og eflaust verður gert ef við ekki semjum um málið? Ykkur væri hollt að lesa viðtalið við þann reynda mann, Lee C. Buchheit í Fréttablaðinu í dag.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 15:03

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég get tekið undir með mörgum hér, en ekki þér, Sigurbjörn (Kalli?) Sveinsson né þessum lokaorðum Sigurðar Grétars. – Lee Buchheit brást þjóðinni, þótt hann brygðist ekki Steingrími J. Sigfússyni.

Ég vil gera orð Sigurðar Sigurðssonar að mínum, nema hvað ég verð að auka þar við fyrri setningu hans: "Morgunblaðið og mbl.is og Útvarp Saga eru einu fjölmiðlar landsins sem hafa fjallað um Icesave-málið með hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi."

Og Sigurbjörn, lestu einfaldlega þessa stórmerku frétt Morgunblaðsins aftur. Alvarlegur misreikningur er í matstölum Buchheits-nefndarinnar og stjórnvalda hér á eignasafni þrotabús Landsbankans, þau kjósa að túlka mat skilanefndarinnar á því, hvað endurheimtist af eignum, með öðrum hætti en skilanefndin sjálf hefur upplýst um það, og það er í sjálfu sér stóralvarlegt mál, eins og sést hér í lok forsíðufréttarinnar í Mbl. í dag (undirstrikun þar er mín), og lesið hana hér ALLA, hagur Íslands er hér í húfi, enda er nógu margt annað óljóst og loðið um þetta eignasafn (eins og ég hef ritað um og á eftir að rita meira um óvænt atriði í því efni); og gengi krónunnar – t.d. eftir afléttingu gjaldeyrishafta – er þar að auki stórvægilegur áhættuþáttur gagnvart því, hvílík greiðslubyrðin yrði af þessari gerviskuld ríkisins; en hér er fréttin:

"Bjartsýnni um 20 milljarða

Skilanefnd tjáir sig ekki um túlkun annarra á væntum heimtum úr þrotabúi • Samninganefnd tók mið af áætluðum vöxtum á skuldabréfi NBI til næstu ára

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is

Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni er bjartsýnni á endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en skilanefnd þessa sama banka. Samninganefndin gerir ráð fyrir að eignir bankans muni aukast að verðmæti um 20 milljarða og er verðmatið þeim mun hærra en sem kemur fram í mati skilanefndarinnar. Helmingurinn af þessari verðmætaaukningu renni til greiðslu á Icesave. Til að kostnaðaráætlun samninganefndarinnar standist mega eignir Landsbankans ekki lækka í verði.

Verða að svara fyrir sitt mat

Þá reiknar samninganefndin með að 23 milljarðar sem eru óáfallnir vextir af skuldabréfi Nýja Landsbankans til þess gamla gangi upp í Icesave en skilanefndin hefur ekki tekið þessar vaxtagreiðslur með í sínum útreikningum.

Mat skilanefndarinnar á hvað endurheimtist af eignum var kynnt á síðasta kröfuhafafundi. „Bankinn hefur ekkert að segja um hvernig aðrir túlka það, en þetta er kjarninn í nýjasta matinu sem gert hefur verið innan bankans. Við höfum ekkert frekar um málið að segja, þeir sem kunna að túlka matið á annan hátt verða að svara fyrir það með hvaða hætti þeir lesa úr því,“ segir í svari skilanefndar Landsbankans við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Mismunandi reikningar

» Samninganefndin tekur mið af óáföllnum vöxtum af skuldabréfi sem Nýi Landsbankinn gaf út til skilanefndarinnar.

» Skilanefndin reiknar sér slíka vexti ekki til tekna, heldur bókfærir vextina þegar þeir eru greiddir." (Tilvitnun lýkur í Mbl.)

Jón Valur Jensson, 11.12.2010 kl. 15:39

12 identicon

Hver bar ábyrgð á Baldurs nefndinni???

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 16:36

13 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Sigurbjörn Sveinsson, ætli það sért ekki þú sjálfur sem ert á villigötum í málinu?  ICESAVE nauðungarsamningurinn er kúgun óhæfrar núverandi stjórnar og kemur ekki Sjálfstæðisflokknum neitt við.  Engin fyrri stjórn hefur gert neinn nauðungarsamning í ICESAVE nema núverandi stjórn.  MOU með vísan í EES lög er ekki sama og nauðungarsamningur og síst þegar lögin segja að engin ríkisábyrgð megi vera á innistæðum.  ICESAVE er fjárkúgun núverandi óhæfu stjórnar og við borgum ekki eyri. 

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 11.12.2010 kl. 20:50

14 Smámynd: Elle_

Ofanvert comment (20:50) var ekki skrifað fyrir hönd félagsins, heldur í mínu nafni.

Elle_, 11.12.2010 kl. 20:56

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nóg er af heimskra manna ráðum og hugleysi þéirra hér í athugasendum. Menn belgja sig og blása fullir af fölskum vitsmunum og sjálfsblekkingu um eigið ágæti, en opinbera bara eigin heimsku m.a. að telja mbl og morgunblaðið sitt hvorn fjölmiðilinn?! Og ekki nóg með það, einn sjálfskipaði snillingurinn hérna, telur sig geta sagt til um framtíðina og fullyrðir að eitthvað muni "aldrei gerast?!" Álíka hlálegt eins og hendingin í vísunni góðu um Þingeyingin sem "vissi allt sem eingin vissum, upp á sína tíu fingur!"

Magnús Geir Guðmundsson, 11.12.2010 kl. 22:55

16 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvað sem öðru líður þá tel ég það skynsamlega pólitíska forgangsröðun að ljúka þessu Icesavemáli fyrst og hjóla síðan í Steingrím fyrir meint afglöp, ef menn telja það réttmætt. Menn eru partískir í þessu og falla fyrir þeirri freistingu, þó þjóðin þarfnist annars.

Sjálfsréttlætingarpistlarnir úr Hádegismóum svo sem Reykjavíkurbréf dagsins eru svo annar vandi. Forvitnilegt verður að sjá hvernig forusta Sjálfstæðisflokksins bregst við fullyrðingunni um að allt annað en höfnun nýja samkomulagsins verði svik við síðasta landsfund.  

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið forustuafl í utanríkismálum Íslands og dregið aðrar stjórnmálastefnur til lags við sig í friðsamlegum samskiptum við nágrannaþjóðirnar. Nú kveður hins vegar við annan tón og virðist einangrunarhyggja ráða æ meiru um afstöðu til pólitískra og viðskiptalegra samskipta við önnur lönd. Sú stefna mun aldrei gera annað en þjóna pólitískum stundarhagsmunum ráðandi afla í flokknum. 

Sigurbjörn Sveinsson, 12.12.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband