2.2.2011 | 23:15
Ljóðaljóð
Árstíðum saman
hef ég ferðast
frá einni opnu
til annarrar
og nú fangar
þú mig
í pakkhúsi minninganna.
Þar eru plastdósir
fullar af litríkum tannburstum
sem týna tölunni
einn af öðrum
án nokkurrar miskunnar.
Tilvísun í Matthías Johannessen
Flokkur: Ljóð | Breytt 9.3.2011 kl. 16:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurbjörn.
Til er saga af manni nokkrum sem var
svo lánsamur að vera blindur en viðlíka
óheppinn að vera ekki heyrnarlaus.
Við tíðir láðist honum að taka ofan er
varð til þess að hann var lúbarinn af
sóknarpresti jafnvel þó atvikið hafi átt
sér stað um hánótt.
Var ekki Matthías líka barinn?
Þú ert heppinn að vera staddur í Búðardal!
Húsari. (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 02:56
Matthías var vissulega lúbarinn, en þar voru á ferð prelátar socialrealismans. Hann hvorki brotnaði né bognaði undan þeim höggum. Ekki frekar en Schostakovits. Þetta voru prelátar, sem gengu í myrkri Stalíns. Þeir komu ekki auga á, að fagur gripur er æ til yndis hvað sem allri pólitík líður.
Svo óttuðust þeir mælsku Matthíasar og földu sig á bak við naumhyggjuna.
Sigurbjörn Sveinsson, 9.2.2011 kl. 09:49
Sæll Sigurbjörn.
Þakka svarið.
Sök Matthíasar var sök barnsins,
að benda á hið augljósa:
Keisarinn er nakinn!
Húsari. (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 16:32
Matthías hefur aldrei verið bernskur. Þvert á móti. En vafalítið hefur hann tekið stöðu barnsins. Og látið sér vel líka.
Sök barns hlýtur að vera léttur kross að bera.
Sigurbjörn Sveinsson, 9.2.2011 kl. 20:20
Sæll Sigurbjörn.
Hér var um orðaleik að ræða af minni hálfu.
Ég reikna hvorki Matthíasi hvað þá barni sök.
Ljóðaljóð Biblíunnar eru hreinn unaður.
Þau eru ástarljóð, óður til lífsins.
Vilji menn sjá þar Jerúsalem, sbr. Jesaja, 62.5
þá gera þeir það en niðurstaðan er ein og söm.
Þú ert mjög hófstilltur í ljóði þínu en þeir eru margir
sem kannast við þann tón sem þar er sleginn.
Bestu þökk fyrir svörin
Húsari. (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 01:47
Sælir
Eru þetta ekki óþarflega nykruð skrif í tilefni Ljóðaljóðs þíns, Sigurbjörn? Vissulega er ljóðið hófstillt. Þar fetar þú í fótspor meistar þíns Matthíasar og ferð ekki aðeins frá einni hugsun til annarrar, heldur milli opna . Raunar er tilvísanirnar í tannburstaglösin og pakkhúsið að finna á einni opnu Árstíðarferðar um innri mann Matthíasar.
Ég skynja ljóð þitt sem söknuð eftir börnunum sem eitt af öðru tínast að heiman með hvunndagsamboðin og eftir sitja tannburstar karls og kerlingar. Þú ert að yrkja þig frá treganum yfir tómu hreiðri (empty nest syndrome). Vísun í Ljóðaljóð Biblíunnar ber tæplega að taka bókstaflega. Þú hefur ort önnur ljóðaljóð til Línu. Heitið skil ég frekar sem ljóð í ljóði, kíminn orðaleik um hirðusemi þína við meistarann sem þú færð lánað hjá að hans eigin hætti. Ljóðið veldur áhrifum, ekki sannfæringu, svo ég snúi út úr Matthíasi - með tilvísun - tveimur opnum síðar. Veð ég reyk?
PS. Það voru ekki bara sósíalrealsistar sem döngluðu í M. Hagyrðingar líka, óverðskuldað. Kannist þið við vísu sem er svona? „Ill er forsjón örlaganna/ (mig vantar hér hendingu)/ að höfuðsmiður hortittanna/ heita skuli Matthías“. Samt hafa fá – ef nokkur - nútímaskáld ort betur háttbundið en hann.
Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:43
Gunnar: Þú ert ekkert að snúa út úr Matthíasi. Ljóð hans eru svalandi fyrir hugann. Ég hef lesið fyrir svefninn síðasta hálfan mánuðinn tvö síðustu ljóðin í Árstíðaferðinni um ellina og daga vora á jörðinni og þetta er bara eins og tónaljóð, þar sem nýjar hendingar gera vart við sig við sérhverja hlustun. Allt án nokkurrar sannfæringar.
En með mikilli alvöru.
Sigurbjörn Sveinsson, 15.2.2011 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.