Tjaldurinn hefur vetursetu í Búðardal

Tjaldurinn er í tugum í fjörunni í Búðardal. Hann er ekki farfugl heldur hefur hann vestursetu. Gekk fram á hann m.a. 5 . mars s.l. Tæplega hefur það verið farfugl.


Það hafði um 10 fugla hópur vetursetu á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd ár eftir ár. Hélt til í fjörunni þarna á ströndinni við yzta haf. Eitt vorið kom ábúandi að þeim dauðum undir marbakkanum. Sennilega höfðu þeir leitað skjóls við fönnina og hún síðan fallið yfir þá í e-u illviðrinu og þeir kafnað. En Tjaldurinn í Búðardal er s.s. sprækur og lætur óspart í sér heyra.

Í Lífsgleði á tréfæti lýsir Stefán Jónsson gæsafjölskyldum, sem leita sömu varpstöðva ár eftir ár og sömu beitilanda. Skyldu Tjaldarnir á Tyrðilmýri hafa verið slík fuglafjölskylda? 


mbl.is Farfuglar tínast til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband