1.4.2011 | 12:01
Lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur
Stök jarðvarmavirkjun er áhættufjárfesting. Hvoru tveggja endanlegt afl og rekstraröryggi til langs tíma er hverfult borið saman við vatnsaflsvirkjanir. Skuld, sem hefur ekki breiðari fót en eina slíka virkjun, er illa tryggð. Sú leið, sem hér er gerð tillaga um, það er, að fjárfestar taki að sér einstakar minni virkjanir, er í tilraun í Bandaríkjunum. Þar er tilganginum ekki leynt, að áhættan sé fjárfestanna en ekki móðurfélagsins, sem tengir virkjanirnar saman.
Það er mín skoðun að víkka eigi umræðuna og velta upp þeim möguleika, að lífeyrissjóðirnir eignist Orkuveitu Reykjavíkur með húð og hári. Þá gætu eggin orðið í fleiri körfum og breiðari fótur undir þeim skuldum, sem stofnað væri til. Sú fjárfesting þyrfti ekki að þíða meiri áhættu, en stofnað væri til með eignarhaldi á Hverahlíðarvirkjun. Hrein eign OR í fastafjármunum, veltufjármunum og óefnislegum eignum er ekki nema um 55 milljarðar króna og heildarskuldir 233 milljarðar. Hagnaður á síðasta ári var um 13 milljarðar. Lífeyrissjóðirnir ættu vel að geta fengið 3,5 % raunávöxtun fyrir þessa eign að ekki sé talað um 2,5% eins og allt bendir til að krafa verði gerð um í framtíðinni í nánast verðbólgu- og hagvaxtarlausu umhverfi.
Jarðvarmaorkan í Hverahlíð heillar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2011 kl. 08:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.