Uppgjöf Ómars er átakanleg - en skiljanleg

Ómar Ragnarsson bloggar um þessa frétt hér á moggablogginu. Hann er ekki uppörvandi. Segir þessar athugasemdir frá Kúludalsá ekki breyta neinu. Litið sé hvort eð er á Ísland sem ruslahaug í alþjóðlegu samhengi.

Þessum orðum fylgir mikill sársauki. Bæði fyrir mig og hann. Róðaríið í rekstri stóriðjunnar á Grundartanga dylst engum. Því má ekki mæta með uppgjöfinni einni. "Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Nú verða allir góðir menn að leggjast á eitt og knýja fram umbætur sem duga þó ekki sé annað í boði í þeirri baráttu en blóð, sviti og tár.


mbl.is Telur flúormengun orsök veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn má misskilja mig sem svo að í bloggpistli mínum í kvöld felist uppgjöf.

Væri ég í uppgjafarhug myndi ég ekki eyða tíma mínum í að blogga aftur og aftur um sömu hlutina.

Ef ég væri í uppgjafarhug hefði ég ekki farið upp á Hlaðir á Hvalfjarðarströnd á fund Umhverfisvaktarinnar sama daginn og flugvélin mín var í hættu að fjúka austur á Selfossi í einhverju versta veðri, sem komið hefur á þeim árstíma og rúður brotnuðu í félagsheimilinu á Hlöðum.

Ef ég væri í uppgjafarhug væri ég ekki að eyða tíma í það sem ég er að vinna við á margs kyns vettvangi á þeim aldrei sem maður á að vera sestur í helgan stein, svokallaðan.

Ég er bara að lýsa ástandinu eins og það er, og er tilbúinnn að gera það aftur og aftur og aftur og aftur hvort sem það ber nokkurn árangur eða einhvern.

Ómar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 23:44

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Uppgjöfin getur verið ein aðferð til að vekja athygli á málstað sínum - og ekki verri en aðrar.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.5.2011 kl. 08:48

3 identicon

Það er eitt við þessu að gera.

Bóndinn á einfaldlega að safna þeim gögnum sem þarf, og kæra. Sama gildir um díoxín-mengunina.

Smella þessu beint í skaðabótamál, og ef efnahagur er bágur, þá er það gjafsókn.

Og Ómar....hann er sko ekkert afskrifaður, - sem betur fer.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 11:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar er umhverfisráðherrann í öllum þessum mengunarmálulm?  Eða eru það bara ísbirnir sem vekja athygli hennar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2011 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband