Harpan í áföngum

Um glugga hússins

stafar ljósbrotnum minningum

margra heima.

Og Hljóðabungan

rís á snælögum kynslóða,

sem lögðu henni allt sitt

í gnauði  ókunnra radda.

Þar  -

eru Drangar genginna.

 

En Kaldalón

fóstraði blómstur

hlýrra tóna

við jökulsporðinn...

 

...þrátt fyrir allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það ljóð frá þér sem ég skil í botn. Haltu áfram bróðir, með því að tjá þig í ljóðaformi..

Arnór Sveinsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband