Farið um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku

Þegar komið var af fjallinu á póstleiðinni vestur í Dali og niður í Suðurárdal var farinn svokallaður Bratti. Leiðin liggur austan við núverandi vegarstæði vestur. Brattabrekka dregur nafn sitt af þessum Bratta. Því er rétt að segja að farið sé um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku. Svipað dæmi er Kaldakinn. Maður fer í Kaldakinn en ekki Köldukinn.

Hljóðvörpin vinna á þessum orðum með tímanum og nöfnin glata upprunalegri merkingu sinni.


mbl.is Óveður á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Rauðasandur er enn eitt dæmi.

Hólmfríður Pétursdóttir, 10.9.2012 kl. 19:52

2 identicon

Er þetta ekki umdeilt Sigurbjörn? Ég hef heyrt um Bratta en ég hef líka heyrt að hlíðin upp úr Bjarnardalnum hafi þótt brött og nafnið sé þannig til komið. Í Árbók Ferðafélags Íslands 1997 (Í fjallhögum milli Mýra og Dala) talar Árni Björnsson staðfastlega alltaf um Bröttubrekku og um Köldukinn.

Sjáumst í næstu viku Sigurbjörn! 

Þórður Ingólfsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 22:07

3 identicon

Mig minnir að í fornsögunum sé talað um Brattabrekku.  Það styður orð Sigurbjörns.

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 14:11

4 identicon

Friðjón Þórðarson fyrrv. sýslumaður Dalamanna talaði ætíð um Brattabrekku.

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 14:12

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þorsteinn sýslumaður Þorsteinsson skrifaði á sínum tíma árbók Ferðafélags Íslands um Dalasýslu. Þetta mun hafa verið um eða eftir 1940. Ég hef hana ekki við hendina en þar útskýrir hann vel hvernig þetta heiti er til komið. Það er ekki að marka þótt Árni Björnsson fari öðruvísi með. Hann er frjálslyndur nútímamaður og hefur áreiðanlega eftir, svo sem haft var fyrir honum á Þorbergsstöðum. Árni heldur vafalítið Bröttubrekku á lofti þótt réttara sé að halda Brattabrekku á loft.

Þorsteinn kom líka með góða skýringu á Ljá, sem er heiti sem við höfum áreiðanlega öll velt fyrir okkur. Öll vitum við að Ljá er hálfgerð spræna þótt hún renni um sögufrægar slóðir og skipti miklum löndum. Þorsteinn taldi þetta styttingu úr Léá, en áin hafi s.s. fengið smækkandi forskeytið "lé" eins og í lémagna t.a.m. Með því verður nafn árinnar miklu reisulegra en Litlaá eða Litlá svo dæmi sé tekið.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.9.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband