17.9.2012 | 09:55
Kvennaathvarfið - þjóðþrifastofnun því miður
Heimilisofbeldi er böl, sem margir búa því miður við, bæði karlar og konur. Miklu algengara er, að konur verði fyrir ofbeldi maka eða sambýlismanns og karlar neyta líkamsburða sinna til að halda undirtökum í fjölskyldunni eða fá útrás fyrir kvalalosta. Kvennaathvarfið var því eins og himnasending fyrir konur, sem áttu engan annan kost en að flýja ógnina og leita skjóls utan heimila sinna.
Æ fleiri konur leita til athvarfsins með og án barna og húsnæðisþörfin er brýn. Kvennaathvarfið er sjálfstætt og getur ekki reitt sig á framlög hins opinbera og er háð hinum almenna borgara um stuðning. Við þurfum að styðja það núna í húsnæðisvandræðunum - öll með tölu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2012 kl. 09:44 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þörf brýning, félagi. Við þekkjum þörfin vel bæði heilsugæslan og félagsþjónustan, því miður.
Gunnar S (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.