Bróðir

Um sumarsólstöður

hvarf maður mér nákominn

á braut.

 

Hann fór um boga litbrigðanna

inn í sköpunarverkið.

 

Faldi dauðann

í erminni

- eins og hvert annað bragð

á sviði.

Þögull um eigin örlög.

 

Hjarta hans sló

í sólheitu landi

í engum takti

við ljá eilífðarinnar.

 

Slíkur maður

verður ekki syrgður

í harmi augnabliksins.

 

Þarna!

Þarna við dagsbrún

er söknuðurinn

á vængjum tímans.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gangi þér sem best Sigurbjörn, með hjálp almættisins algóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 22:07

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er þrælgott, og höfundurinn er?

Sigurður Þorsteinsson, 30.9.2012 kl. 23:56

3 identicon

Fallegt pabbi. Mjög fallegt.

Asta Sollilja (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 07:13

4 identicon

Vá, en fallegt ljóð!!!

Jóna (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 10:16

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Höfundur er bloggarinn.

Sigurbjörn Sveinsson, 1.10.2012 kl. 13:25

6 identicon

Takk frændi!

Björn Þorvaldsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 21:06

7 identicon

Þetta er torrek, fallegt og djúpt. Takk fyrir vinur.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband