Skera þarf til verðbólgumeinsins

Það er alveg óskiljanlegt hvernig skautað er framhjá verðbólgunni í umræðum um verðtrygginguna nú á dögum. Oft er haft á orði að erfitt sé að vita hvort kom á undan eggið eða hænan. Í þessu tilfelli er svarið einfalt: Verðbólgan kom á undan verðtryggingunni. Verðtryggingin var verkfæri til að hindra eignabruna og eignatilfærslu í verðbólgunni.

 

 Auðvitað skapaði það vanda þegar laun voru aftengd en eignir/skuldir varðar áfram með verðbótum. Við höfum þó lifað þá tíma, þegar verðbólgan var ekki áhyggjuefni og lífið með gluggaumslögum var áhyggjulaust frá mánuði til mánaðar á árunum frá 1990 - 1995. Þá var verðtryggingin í fullu fjöri en verðbólgan lítil og jafnvel lægri en í mörgum nágrannalöndum.

 Ég þekki þetta allt þar sem ég er af Sigtúnskynslóðinni og er enn að borga af síðasta húsnæðisláninu mínu. En fólk er furðu fljótt að gleyma. Við stefnum nú hraðbyri aftur á 8. áratug fyrri aldar.

  Líklega þarf að fara að rifja upp: "Úr fylgsnum fyrri aldar." Líta til tímanna þegar skynsamir menn eins og Ásmundur og Einar Oddur, sem höfðu báða fætur á jörðinni, náðu saman í kompaníi við Gvend jaka og létu Steingrím Hermannsson njóta sviðsljóssins.

Er ástæða til að líta til bjartrar framtíðar? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðbólgan er höfuðmein, ef það hyrfi þá yrði verðtryggingin þarflaus.

En getur verið að þeir hinir sömu og græða á verðtryggingunni hafi í hendi sér að stöðva verðbólguna og geri það því ekki?

Ef svo er þá væri ekki vitlaust fyrsta skref í að útrýma verðbólgunni að afleggja verðtrygginguna.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 23:20

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Lífeyrissviknir/rændir munu skera svikult kerfið upp.

Nú erum við komin þangað í uppgjörinu!

Hjúkrunarfræðingarnir riðu á vaðið, og allir aðrir jafn mikilvægir starfsmenn/konur í heildar-tannhjólinu þurfa að komast yfir sama vaðið.

Það er spurning hvoru megin við vaðið þeir lenda, sem njóta ofurlauna-lífeyrisréttinda, fyrir það opinbera starf að ræna láglauna-lífeyrisþega öllum sínum lífeyri!

Þú ert mjög góður og fær á þínu sérsviði, en þú virðist ekki þekkja nógu vel það misræmi og óréttlæti, sem felst í lífeyrissjóðsræningja-kerfinu. Óréttlæti og mismunun skapar sjúkdóma og fátækt.

Ég er ekki að ásaka þig, en ég er að gagnrýna þig.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 01:30

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekkert líkt með Steingrími Hermannssyni og Guðmundi Steingrímssyni í pólotík.

Það veit enginn hvað Guðmundur vill nema að hann vill að Ísland verði aðili að ESB.

Það er rétt hjá þér um verðbólguna og verðtrygginguna, ég kalla þær the evil twins. Þær þrífast af hverri annari, verðbólga hækkar og verðtryggð lán Hækka og af því að verðtryggðlán hækka þá hækkar verðbólgan og af því að verðbólgan hækkaði hakkar verðtryggingin o.s.frv.

Þetta er ástæðan fyrir því að þú ert ennþá að greiða lán af húsnæðisláni.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband