Aðalsteinn Ásberg fer á kostum

... í útvarpsþættinum Norðurslóð á laugardagsmorgnum. Þar er hann að flytja okkur norræna vísnatónlist. Tónlistin við þennan kveðskap er stundum lítilfjörleg en textarnir hafa líft henni þannig að hún lifir.

Því er svo mikilvægt að Aðalsteinn Ásberg flytur okkur textana á íslensku. Hefur hann á því snilldar tök Og allt gerir hann fallega, sem það á við. Ekki er síðra, að lesturinn er fullur af lífi og maður hefur á tilfinningunni, að hann bresti í söng hvað á hverju.

Það er gott til þess að hugsa að Aðalsteinn Ásberg hefur náð fluginu eftir að sorgin kvaddi dyra í húsi hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband