Ári síđar

Fyrir tćpu ári settist ég undir húsvegg í Búđardal og varđ fyrir bókmenntalegri upplifun. Hún var svolítiđ sérstök, ţar sem hún átti upptök sín í litlum kassa á húsinu. Ég bloggađi um ţetta dulítiđ.

Ég átti leiđ ţarna hjá í dag. Ţađ var um svipađ leyti dags og síđast. Norđanátt, strekkingur og frost í lofti. Ţađ var ofurlítiđ skjól viđ húsvegginn. Fuglinn vaggađi sér rétt utan viđ fjöruborđiđ, mávur og úandi ćđur. Hún var ţarna í hópi eins og alltaf ţegar íslaust er. Sólin skein. Úr veggnum hljómađi gamla Gufan eins og áđur. Ţađ var bókmenntaţáttur og ungur mađur las úr nýútkominni bók. Ţađ var tunglbók sagđi hann. Eitthvađ, sem gefiđ er út á fullu tungli. Ţađ munu vera öđruvísibćkur. Hún heitir Spennustöđin.

Ég veit ekki hvađ ţeim kemur til, húsráđendum, ađ standa fyrir ţessu útvarpi í mannlausu húsinu á Ćgisbrautinni í Búđardal. Kannski synir ţeirra Óskars og Hennýar haldi međ ţessu minningu foreldra sinna á loft. Eflaust. Kannski gamli mađurinn hafi setiđ ţarna og losađ sig viđ streitu hversdagsins undir Gufunni.

Eins og ég.

Ţessi bekkur er sannkölluđ Spennustöđ.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband