Elfur tímans

Í dag lauk 37 ára samfelldu tímabili í trúnađarstöđum fyrir lćkna.  Ţetta byrjađi allt međ ráđningum fyrir unglćkna 1977 en í dag lauk formennsku minni í Almenna lífeyrissjóđnum, sem er starfsgreinarsjóđur lćkna. Á milli ţessara tveggja punkta er mannsćvi fjölbreyttra daga og kynni af helftinni af lćknum samtímans og mörgum stjórnmála- og embćttismönnum.  

Ţegar hugsađ er til baka, ţá finnst mér einhvern veginn ţeir hafi haft mest til brunns ađ bera og öđrum ađ miđla, sem náđu flugi án hafta, hafta, sem ţeir lögđu á sig sjálfir eđa létu öđrum eftir. Ef litiđ er til lćkna, ţá eru ţeir eftirtektarverđir, sem spöruđu sig ekki ţegar starfsćvinni var lokiđ og hljóđir dagar framundan, menn eins og Árni Björnsson, skurđlćknir og fleiri góđir lćknar ótaldir.

Ég lćt hér fylgja nokkrar hugleiđingar mínar, sem birtust í Lćknablađinu fyrir löngu:  

"Ţessir góđu eiginleikar Árna komu vel fram ţegar hann var löngu hćttur störfum, en taldi sér skylt ađ taka ţátt í umrćđunni um gagnagrunn á heilbrigđissviđi. Mátti öllum ljóst vera ađ ţar fóru saman geislandi fjör og baráttugleđi, frelsi andans og skapandi hugsun, öllum óháđ nema sannfćringunni um ţađ sem hún taldi rétt og satt." 

"Annar vinur minn í lćknastétt skrifar skemmtilegan og ertandi stíl um gagnagrunninn. Og margt annađ. Hann er alveg laus viđ ađ vera leiđinlegur. Hann er kominn á eftirlaun og engum háđur. Hann er frjáls mađur. Ekki tortímandi eins og Bjartur, miklu fremur andríkur, uppbyggilegur og skapandi. Kannski losnar hugsun minnar kynslóđar úr klakaböndum hagsmuna og sérhyggju, ţegar hún kemst á aldur." 
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband