Læknar tóku upp umræðu um öryggi sjúklinga fyrir áratug

Læknafélag Íslands stóð fyrir umræðu, sem hófst á aðalfundi félagsins á Hólum 2003, þar sem vakin var athygli á öðrum kúltúr en þessum í þágu sjúklinga. Formaður danska læknafélagsins, svæfingalæknir að starfi, kom og talaði um nauðsyn annarrar sýnar en þessarar og réttarbætur, sem orðið höfðu í Danmörku. Markmiðið var aukið öryggi sjúklinga með örvandi umhverfi fyrir tilkynningar og rannsóknir á óhöppum við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Aðalfundur LÍ nokkru síðar samþykkti áskörun á löggjafann og heilbrigðisyfirvöld um að breyta regluverkinu hér á landi í þágu þessa málefnis. Heilbrigðisráðuneytið bað um umþóttunartíma, þar sem það hafði í hyggju að láta athuga tíðni atvika hér á landi til samanburðar við skráningu í öðrum löndum. Landlæknir átti að vinnu verkið. Fyrir nokkrum árum var grennslast fyrir um þetta og kom þá í ljós, að landlæknir taldi sig ekki hafa neina peninga í það verk, sem honum var falið og því hafði ekkert verið gert. Álfheiður, þáverandi ráðherra, brást ókvæða við og sagði landlækni hafa tugi milljóna ónotaðar til að ráðstafa í þetta og þar með lognaðist málið út af að nýju. 

Við búum því enn við frumstæð sjónarmið og frumstætt kerfi, þar sem refsigleði virðist ætla að vinna gegn öryggi sjúklinga í stað endurbóta, sem eru eilífðarverkefni.


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Verkstjórinn ber ábyrgð og æðsta yfirstjórn ber ábirgð og hver var hún, þessi yfir stjórn?    Hversvegna var starfsmaður í eins ábyrgðarmiklu starfi og þarna var um að ræða að koma af dagvakt yfir á næturvakt í eins ábyrgðarmiklu máli og þarna var um að ræða. 

Flugmenn hafa takmarkanir á vinnu heimildum og það hafa flutninga bílstjórar líka.  Til hvers eru þessar takmarkannir?  Það lítur útfyrir að löggjafinn telji takmarkanir á vinnu skyldu sjúkrahúss starfsfólks óþarfa. 

Finnist einhverjum starfsmannahald ríkisspítalana dýrt, þá ætti sá hinn sami að þakka ríkissaksóknara fyrir að gera það en þá dýrara.         

  

Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2014 kl. 00:04

2 identicon

Ágæti Sigurbjörn.

Hann hefur verið eitthvað hálfsyfjulegur þessi svæfingalæknir,
var það ekki?

Þú hefur nú sjálfur vakið athygli á eðli hins gamla og góða Adams
með þeim hætti að duga mætti flestum sem nesti a.m.k. í einn stað.

Hvenær hittir þú, ágæti Sigurbjörn, mann sem var tilbúinn að
taka gagnrýni þinni með bros á vör og þakklátum huga?

"...örvandi umhverfi fyrir tilkynningar og rannsóknir á óhöppum við
veitingu heilbrigðisþjónustu."

Er ekki í lagi heima hjá þér!

Þú fyrirgefur en þetta hljómar í mínum eyrum sem einkar
velheppnaður brandari! Það tekur enginn gagnrýni, það
er veruleikinn. Við verðum báðir hálfvitlausir og flestir aðrir
áður en það gerist. Í hæsta lagi að menn taki mark á
einhverjum 2 - 3 til að veita sér aðhald og bráðnauðsynlega
gagnrýni og þar með upptalið og menn þrússast síðan um
land feðranna og reyna að frelsa þessar örfáu sálir sem
enn hefur ekki tekist að tjónka almennlega við!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband