Hver er árangurinn af sameiningu heilbrigðisstofnana?

Nú, þegar Norðlendingar standa frammi fyrir áætlunum um sameiningu heilbrigðisstofnana þar, er rétt að staldra við og leggja mat á árangurinn af þeim sameiningum, sem þegar hafa átt sér stað.

Kanna þarf, hvaða áhrif sameiningar á Vesturlandi og Austurlandi og jafnvel Suðurlandi hafa haft á heilbrigðisþjónustu í jaðarbyggðum þessara landsvæða.

Hefur sameining og aukin miðstýring styrkt heilbrigðisþjónustuna á Djúpavogi, Kirkjubæjarklaustri og í Búðardal svo dæmi séu tekin? 

Þingeyingum hefur vegnað vel í þessum efnum miðað við aðstæður og sjálfsagt að stjórnvaldsaðgerðir, sem ætlaðar eru til framfara, valdi ekki afturför. 


mbl.is Leggjast gegn sameiningu heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbjörn!

"...sem ætlaðar eru til framfara, valdi ekki afturför."

Það má nú ganga mikið á ef þeim tekst ekki einmitt það!!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 09:48

2 identicon

Húsari er glöggur sem oft fyrr.

gunnars (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband