15.8.2014 | 19:52
Ríkisútvarpið gengur erinda sinna.
Ríkisútvarpið segir hlustun á bænir litla. Þessir dagskrárþættir séu börn síns tíma.
Ég hef fylgst með bænum, morgunbænum, morgunorðum, kvöldbænum og öðru guðsorði á gömlu gufunni um áratugaskeið. Sérstaklega hentaði mér að hlusta á morgunbænina, þar sem tími hennar hentaði mér vel í svefnrofunum rétt fyrir sjö. Þetta var á 10. áratugnum. Svo fór það að koma fyrir, að morgunbænin féll niður vegna lengri veðurfrétta í morgunsárið og fréttirnar urðu að vera á sínum stað hvað sem tautaði og raulaði. Og allt í einu heyrði ég ekki morgunbænir lengur. Hélt þær hefði fallið niður. En viti menn. Þær voru komnar framfyrir veðurfregnir rétt upp úr 6:30.
Hver er vaknaður þá? E-r örfáir.
Forráðamenn Ríkisútvarpsins fullyrða e.t.v. með réttu að hlustunin sé lítil.
Þeir eiga sinn þátt í þeirri þróun og sennilega meðvitaðan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já og alvöru fréttastöð hefur fréttir á lýstum tímum. En RÚV fréttastöðin hefur lýsingar af boltaleikjum í forgangi.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.8.2014 kl. 21:42
Bænir eru æðri öllum pólitískum trúarbrögðum.
Kærleikurinn er almættisins algóða, valdamesta og sterkasta afl.
Þann 11 Ágúst síðastliðinn var ég á keyrslu, á leið til Reykjavíkur, á einhverjum stað sem RÚV "allra" landsmanna fyrir tilviljun náðist. Og það fór heldur illa í sálartetrið mitt, að heyra bænina snúast um að biðja fyrir ákveðnu tilteknu landi, umfram önnur lönd.
Almættið algóða og alvitra kærleiksríka, er allra. Ekki bara sumra trúarbragða/landa.
Það er mikilvægt að sýna þessari þjóð þá lágmarksvirðingu, að leyfa óumdeilanlegar kærleiksbænir á RÚV "allra" landsmanna. Fyrir því hafa eldri borgara þessa lands svo sannarlega unnið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.8.2014 kl. 22:26
Sælt veri fólkið en hlustaði á Bylgjuna í dag síðdegis og þar kom einn með ágætis ábendingu um trúarbrögð. En ég myndi nú ekki vilja hlusta á bænaköll frá Íslamistum nema að þau yrðu þá þýdd á Íslensku, hvað þá frá Gyðingum sem yrðu þýdd á Íslensku. En er það ekki skylda í því landi sem að trúarbrögð eru viðhöfð skuli þau vera auðheyranleg og skiljanleg á því tungumáli sem er í því þjóðfélagi? En allavegana þá yrði ég hissa ef að fólkið í Sogamýrinni yrði ekki pirrað að vakna upp við ákall til messu á morgnana frá tilvonandi messuhaldi Moskunnar sem á að rísa og þá yrði það ágætis vettvangur fyrir stuðningsmenn Moskunnar að fá flutt útibú í öll hverfi Reykjavíkur og nágrennis því raunveruleg moska er með ákall til sinna þegna sjá bara myndbönd frá bænakalli múslima.
Sko hef ekkert á móti múslimum en í sumum löndum þá skiptir það ekki neinu máli svefntími annarra.
Örninn
Örn Ingólfsson, 16.8.2014 kl. 03:32
Atlaga RUV að kristnum gildum er almenningi ekki til framdráttar.
Nýi dagskrárstjóri rásar 1 er að hefja harðvítuga samkeppni við rás 2.
Viljum við borga fyrir það?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2014 kl. 12:56
Sérstaða RUV er engin orðin
en samt verða allir að borga
fyrir sama glamrið og er annars staðar
og brátt verður hætt með hliðrænar útsendingar = meiri gjöld
"þurfa að kaupa sérstakan stafrænan móttakara "
Grímur (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 17:14
Sæll Sigurbjörn.
Ríkisútvarpið er "barn síns tíma" og það hefur ekkert það hlutverk
lengur að aðrir gætu ekki auðveldlega gengt því.
Það blæðir í augum að þessi stofnun skuli hirða til sín jafnvirði
nýs Landspítala ár hvert.
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur skýrt og skorinort
í 62. gr.: "Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja
á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda."
En hvað skal þegar þjóðkirkjan á ekki einusinni vini lengur
í æðstu stöðum sem veittar eru innan hennar?
Vissulega er freistandi að fljóta með straumnum, láta aldrei til
sín taka um nokkurn hlut, fljóta sofandi að feigðarósi.
Hver ætti svo sem að láta sig nokkru skipta sjúkling
á sjúkrahúsi sem oft á tíðum tekst á við stærstu og erfiðustu
þraut lífs síns, þreyir klukkutímann, næst sólarhringinn ef Guð lofar,
þreyir í bæn, þreyir í von sinni til Alvaldsins; eða fulltíða fólk sem er
gestir á dvalarheimilum, verður þar fyrst vistmenn en siðar
'fellingafjöll' og 'fílshúðir' því roði í kinnum er horfinn og innri
fegurð minna en einskis virði; eða þeir sem við margvíslega
kröm búa hvort heldur innan eða utan stofnana, það á
auðvitað sjálft sök á sínum vanda og getur sem best
farið norður og niður og öllum að meinalausu.
Hver veit nema blóðugir lokkar og það logandi bál reiðinnar
sem skín úr augum þess er öllu hefur verið sviptur eigi
eftir ásamt litlu kommunum með eldspýturnar að hittast
og taka höndum saman og stíga dans um þetta
ótrúlega haughús sem er við efstaleitið, - og ekki ólíklegt
að neistaði á milli manna, - og þeir gætu í gleði sinni
að lokum gengið í gegnum Gullna hliðið, - nokkuð svarbláir
sumir hverjir!
Húsari. (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.