5.11.2014 | 10:41
Tillaga um "faglega" meðferð, sem oft er ekki boði eða of dýr
Hér má lesa á milli lína þá skoðun, að setja beri hömlur á þá geðhjálp, sem heimilislæknar veita skjólstæðingum sínum með lyfjagjöf og einnig með viðtölum og öðrum stuðningi. Eflaust er þessi málflutningur vel meintur en styðst ekki að mínu mati við þann veruleika, sem við búum við.
Sóun við lyfjagjöf á Íslandi er sérstakt vandamál, sem þekkist reyndar í öðrum löndum. Hún er að miklu leyti kerfislæg og stafar m.a. af undirmönnun í heilsugæslunni þó skýringanna sé víðar að leita. Að ráða bót á því vandanáli er verkefni samfélagsins en ekki einnar stéttar.
Fólk, sem fæst við geðræn vandamál, fær oftast nær faglega hjálp hjá heimilislækninum sínum en taka má undir það, að úrræði þau, sem hann hefur aðgang að í þessu skyni, mættu vera aðgengilegri og fjölbreyttari.
Of miklu ávísað af geðlyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurbjörn.
Enn lifa nokkrir lestrar af Eyrbyggju í frábærum
flutningi Þorsteins frá Hamri!
Geri ráð fyrir að flestum þyki umræðuefni höfundar svo
sjálfsagt að ekki þurfi um það að fjalla.
Hreyfing er hins vegar í þá átt í fjölmennum sveitarfélögum
og þegar veruleiki að hluta að heimilislæknar starfa ekki þar.
Það er í mínum huga verulegt áhyggjuefni en hitt er eðli máls
að störf heimilislækna skarist við allar greinar læknisfræðinnar
og að þar geti sjúklingar notið lækningar og leiðsagnar að fullu
eða fengið einhverja úrlausn og eftir atvikum vísað áfram.
Að skerða þá þjónustu hvað þá að taka hana af með öllu
er fíflarí sem ég botna ekkert í!
Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.