Læknar horfa í eigin barm

Fjármálaráðherrann snýr hlutunum á haus. Hvetur lækna til að fara í naflaskoðun vegna stöðunnar í kjarasamningunum. Segir þá þurfa að líta í eigin barm.

Það hafa læknar þegar gert. Þeir hafa horft á laun sín, sem hafa rýrnað um meira en 30% á 8 árum miðað við aðra opinbera starfsmenn hér á landi. Þeir hafa horft á heilbrigðiskerfið og starfsaðstöðuna í heild sinni molna fyrir augum þeirra. Þeir sjá ekki yngri lækna með nýja þekkingu koma til starfa hér heima. Þeir sjá unga lækna fara héðan við fyrsta tækifæri sem gefst.

Þannig hafa læknar horft í eigin barm nú þegar og staðan í dag er niðurstaðan. Það er komið að Bjarna Benediktssyni að líta í eigin barm. 

Gleðilegt nýtt ár.


mbl.is Læknar horfi í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann var nokkuð góður þessi, kjör lækna rýrnað um 30% miðað við aðra opinbera starfsmenn. Ekki veit ég hvaða opinbera starfsmenn þetta á við um, engan af þeim sem ég þekki.

Krafa um 42% launahækkun er hreinræktuð geggjun, og sennilega er bara ástæða til þess að óska ykkur góðrar ferðar til Noregs.

Gott nytt år!

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 15:46

2 identicon

P.s.

Það verður aldeilis stuð þegar almennt verkafólk fer fram á 3-400% launahækkun, til að halda í við lækna.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 15:50

3 identicon

Ef miða á við laun í Noregi þá þarf að leiðrétta vegna mun hærri húsahitunarkostnaðar í Noregi

Norskur (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 16:20

4 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Vel skrifað Sigurbjörn. Það er umtalsverð spurn eftir vel menntuðum læknum erlendis og með lækkandi olíuverði þá verður enn ódýrara að heimsækja Ísland. Læknar eru eins og hvert annað "commodity" á markaðnum, eru margir hreyfanlegir og fylgja lögmálum framboðs og eftirspurnar.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 31.12.2014 kl. 16:20

5 identicon

Hilmar, ætli síðuhafi eigi ekki við þetta línurit.

32% launahækkun lækna frá 2007 eru um 68% af launahækkun opinberra starfmanna sem er 47% á sama tíma. Þ.e læknar hafa dregist um 32% aftur úr á tímabilinu. 

Nú stendur eiginlega upp á þig að sýna fram á að línuritið sé rangt ef þú villt rengja þessar tölur.

Þarna eru heildarlaun lækna en ekki dagvinnulaun, fróðlegt væri að sjá svipað línurit fyrir dagvinnulaunin, ég er hræddur um að þar sé munurinn enn meiri. 

Heimild fyrir línuriti ku vera hagstofan.

Síðan 2007 hafa: laun opinberra starfsmanna hækkað um 47% vísitala neysluverðs hækkað um 57% laun lækna hækkað um 32%

Síðan 2007 hafa:

    laun opinberra starfsmanna hækkað um 47%

    vísitala neysluverðs hækkað um 57%

    • laun lækna hækkað um 32%

    Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 20:21

    6 identicon

    Það er mörgu logið um laun lækna.
    Fyrir það fyrsta þá er launum fyrir utan vinnu á stofnunum haldið fyrir utan launaþróun. Í öðru lagi þá er starfshlutfalli á stofnunum haldið fyrir utan tölurnar. Í þriðja lagi, þá nota læknar samanburð við stéttir sem hafa nú þegar gert kjarasamninga. Í fjórða lagi, þá er ekkert að marka línurit með einhverjum tölum, þegar læknar sjálfir neita að upplýsa um raunveruleg kjör sín.

    Það er fyrst hægt að ræða málin þegar læknar hafa lagt spilin á borðið. Það er ekki hægt meðan þeir halda áfram að fela upplýsingar, og að sjálfsögðu er ekki hægt að ræða við fólk sem hótar í annarri hverri setningu að þeir flytji bara úr landi ef ríkisvaldið lætur þeim ekki eftir launahækkanir um 42%.

    Á meðan svo er, er bara hægt að segja, góða ferð.

    Hilmar (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 20:42

    7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

    Það er verulega sorglegt að sjá hve hagur lækna er bágur.

    Getur þjóðin virkilega komið svona fram við sína bestu syni og dætur.

    Guð forði okkur frá veikindum sem gætu aukið álagið á þessa fórnfúsu og ósérhlífnu stétt.

    Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2015 kl. 09:35

    8 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

    Hilmar (með IP númer)

    tek við kveðju þinni um góða ferð, er einmitt staddur í um 40 þús feta hæð á leið til Svíþjóðar.

    best ég kasti því einnig kveðju á þig og þakka fyrir góða ferðakveðju þína í leiðinni og þinna líka. 

    sendi mynd (ef tekst) og er hún GPS tögguð og geturðu því áttað þig betur um staðsetningu mína

    með kveðju frá lækni sem tók ferðakveðju þinni og annarra reyndar landa okkar. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir stöðunni og það jafnvel fyrir löngu síðan. Ísland vill ekki lækna, það vill bankastarfsfólk sem það metur líka að verðleikum launaumslagsins

    Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 1.1.2015 kl. 16:40

    9 identicon

    Sæll Sigurbjörn.

    "Nú renna öll vötn til Dýrafjarðar," og
    sýnist mér augljóst að bráðabirgðalög verði
    sett á læknadeilu og væntanlega fellur það í hlut
    Kjaradóms að vinna úr því.

    Verkföll eru úrelt þing, skaða allt og alla.

    ____

    Þar sem ekkert var áramótaskaupið má minna
    á Stundarskaupið þar sem vel var að verki staðið
    og með eftirminnilegum hætti!

    Gleðilegt ár, Sigurbjörn!

    Húsari. (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 19:43

    10 identicon

    Ég óska öllum góðrar ferðar Guðmundur Karl, starfsmenntun hefur engin áhrif á óskir mínar um að fólki farnist vel. Ef læknir telur það betra fyrir sig að leita að nýju starfi erlendis ef hann fær ekki 42% launahækkun á Íslandi, þá er það bara svoleiðis, og vonandi gengur honum allt í haginn.

    Og talandi um bankastarfsmenn, þá voru þeir ófáir sem leituðu á erlend mið fyrir hrun, enda vonin um feita tékka ekki bundin við menntun. Ég held að þeir séu flestir komnir heim aftur. Á sínum tíma uppfyllti Ísland ekki kröfur bankamanna í fjársjóðsleit. Ísland gat ekki boðið vel menntuðum bankamönnum umhverfi og laun sem þeir töldu sig eiga skilið. Þetta er búið að vera svona frá því að ég man eftir mér. Alltaf er einhver stétt manna sem telur sig eiga betra skilið en samborgararnir. Einu sinni voru það flugmennirnir, sem báru svo óskaplega mikla ábyrgð á farþegunum. Svo voru það sjómennirnir sem héldu þjóðinni uppi óstuddir. Allir þekkja stjórnmálamennina sem telja að landið lendi í skítnum ef þeirrar visku væri ekki aðnjótandi.

    Hádramatískar lýsingar, eins og þessari frá þér, um að þjóðin "vilji ekki lækna" er bara enn ein útgáfan af þessu. Það eina sem þetta dramakast þitt segir mér er, að of fáir læknar eru og hafa verið menntaðir á Íslandi. Í skjóli þessarar skortstefnu hefur risið stétt sem ætlar að nýta sér skortinn sér til framdráttar.

    Eflaust tekst ykkur að hræða einhverja til hlýðni með óbeinum hótunum um dauða og þjáningar, en ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin haldi haus, og láti ykkur ekki eftir fáránlegar kröfur um 42% launahækkun. Það er nefnilega svo, að það eru einhverjir sem þurfa að borga þessi ofurlaun ykkar, og það eru ekki stjórnmálamennirnir, heldur fólkið í landinu, sem að mestu leyti samanstendur af launþegum sem þiggja bara brot af ykkar launum.

    Hilmar (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 20:31

    11 identicon

    Guðmundur Karl, það er hér ein forvitnisspurning, hefði haft áhrif á ákvörðun þína ef dagvinnulaun hefðu hækkað um svona 40% og talsverðar líkur á að yfirvinna drægist stórlega saman á næstu árum?

    Óskað þér annars velfarnaðar í nýju starfi og þakka þér og öðrum læknum að hafa stuðlað þó þetta lengi að því að viðhalda hér sómasamlegu heilbrigðiskerfi með því að taka á þig miklar launalækkun m.a.v. opinbera starfsmenn á umliðnum árum.

      Þessi þjóð er að sökkva í djúpan pytt, þegar læknum fer að fækka þá eykst álagið á þeim sem eftir verða og eru þó nú þegar á fullum snúningi, þannig að kerfið er augljóslega að hruni komið. Vatnskilrúmin á Titanic íslenska heilbrigðiskerfisins fara að bresta eitt af öðru. Það er vonandi að það verði þó a.m.k. spiluð falleg músikk á meðan að draslið fer niður. 

    ps. Ég get ekki túlkað verkföll lækna sem frekju heldur neyðarráðstöfun til að hafa vit fyrir þjóðinni áður enn þeir greiða endanlega sitt atkvæði með fótunum.

    Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 01:44

    12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

    Sæll vertu Húsari.

    Ég get tekið undir það með þér, að Stundartskaupið var hinu miklu fremra og bar öll merki gleði og listræns frelsis þeirra, sem að stóðu. 

    Gleðilegt ár!

    Sigurbjörn Sveinsson, 3.1.2015 kl. 17:15

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband