Hjartalæknir segir upp

Vinur minn einn og kollega, læknir á Landspítalanum, sagði stöðu sinni lausri á gamlársdag. Hann er lunkinn í hjartaþræðingum og margt annað til lista lagt, sem góðan lækni má prýða. Ástæður uppsagnarinnar segir hann þessar:

1. Óhóflegt vinnuálag.

2. Undirmönnun.

3. Margar og illa launaðar vaktir.

4. Lág dagvinnulaun.

5. Nauðsynleg yfirvinna í þágu sjúklinganna aldrei greidd.

6. Samningsleysi.

7. Almennt aðstöðuleysi á spítalanum. 

Þetta er þyngra en tárum taki. Málefni lækninga innan heilbrigðisþjónustunnar hafa ratað í óskiljanlegt öngstræti. Eigi veldur sá er varar. Ótal dæmi um aðvaranir lækna eru til frá síðustu áratugum. Stjórnmálamennirnir hafa þverskallast við. Og sökin liggur ekki bara hjá þeim, sem nú stjórna landinu. En þeir hafa verkfærin til að færa hlutina til betri vegar. Leiðsögnina vantar hins vegar af þeirra hálfu. 


mbl.is Funda um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Opinn miði til Oslóar er besta sjúkratryggingin í dag

Júlíus Valsson, 2.1.2015 kl. 20:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

jÁ kæru læknar þannig líður tíminn og maður skýst örskots stund til þess gamla.Þegar læknar okkar í Svíþjóð (t.d.) fengu borgaða yfirvinnu í fríi.Í þá gömlu góðu daga voru þeir meira en fúsir að eyða frítíma sínum og vinna á Íslandi á hvaða krummaskuði sem var.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 22:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Júlíus. Það er spurning hvers vegna Sankti-Jósefsspítali er ekki jafn opinn og allir lokkandi miðarnir til Osló?

Samfélagið allt verður að staldra við, og átta sig á að siðleysið er algjört í þessari áratuga spillingu einokunar-vísinda-heilbrigðiskerfisins fjármálaspillingarkerfis-stýrða.

Hver er hlynntur slíkri vísindalækna-einokunar-stjórnsýslu, sem of oft kostar fjölda fólks velsæmandi heilsu og starfsorku á Íslandi? Ekki bara þessa dagana, heldur upp í gegnum áratugina.

Það er ekki réttlætanlegt né sanngjarnt, að loka á þessa umræðu um staðreyndir margra ólíkra hliða lækninga, sem fjármálafyrirtækjastýrðar vísindalækningar hafa einokað og þaggað niður hér á Íslandi í áratugi.

Mjög margir læknar vita hvað ég er að tala um.

En verða kannski að láta sig hafa það, að láta fjármálayfirvaldið erlenda kúga sig til þöggunar og einokunar áfram? Og kannski skiljanlegur ótti, því það er of hættulegt að segja satt á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2015 kl. 22:28

4 identicon

@Anna Sigríður

Ástæða þess að flæða er undan íslenska heilbrigðiskerfinu eru margþættar. Heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur verið naumt skammtað fé miðað við smæð og hingað til hefur verið hægt að halda uppi fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu en núna er augljóslega komið að ákveðnum vegamótum. 
Ástæðurnar eru margþættar það hefur ríkt ákveðið skipulagsleysi hvað varðar uppbyggingu. Það að reka heilbrigðiskerfið á litlum einungum kostar gríðarlega hvað varðar vaktakostnað auk þess gríðarlegan mannafla og við sjáum hvað er að gerast þegar móttaka sjúklinga er í Fossvogi og fárveikt fólk bíður eftir flutningi niður á Landspítala klukkustundum saman td. fólk á þungri krabbameinsmeðferð. Að reka sjúkrahús í fleirri smáum einingum á höfuðborgarsvæðinu, þýðir það að stórfjölga þarf fólki og ekki minnst að keyra fólk á milli með tilheyrandi töfum. Mér skilst að það séu 5 sérfræðingar á krabbameinsdeildinni í 12 stöðugildum og það er hægt að nefna fjölda annara sem hröklast hafa burtu af vinnuálagi, lélegri aðstöðu og þeir koma væntanlega ekki til að flytja aftur til Íslands.  
Íslenska heilbrigðiskerfið minnir orðið á helsært dýr sem er að verslast upp á meðan gríðarstórir árgangar eftirstríðsáranna eru að eldast marfaldast álagið. Fyrst sjáum við þetta í "slow motion" og síðan með vaxandi hraða.

Stór hluti og raunar meirihluti lækna eru konur og allflestir fjölskyldufólk og sættir sig ekki við gríðarlegt vinnuálag og raunar vaktaálag fyrir þess að gera lakleg kjör.
Íslenska heilbrigðiskerfið er vanfjármagnað og ef auka á útgjöld til meðferðarúrræða sem ekki hafa sannað sig þýðir þá að stórminnka þarf útgjöld til annara liða heilbrigðisþjónustunnar. Því miður gera sér ekki allir grein fyrir því að stórauka þarf útgjöld til heilbrigðisþjónustu ef halda á í horfinu vegna aukins meðalaldurs þjóðarinnar. Td. hefur verið framreiknað að það þurfi að byggja og reka um 1 1/2 hjúkrunarheimili á ári næstu 20 árin og á síðustu 5 árum hefur ekkert verið byggt.


 

Gunnr (IP-tala skráð) 3.1.2015 kl. 10:30

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Vinnuálag sem þú leýsir er nú einkennandi fyrir flestar stéttir á Íslandi - ekkert öðruvísi hjá okkur puplinum en þú lýsir.

Hitt er annað að grasið í Noregi virðist nú ekkert skárra en þið hafið dásamað. Dr. Vilhjálmur Örn hefur lýst aðbúnaði í Noregi á spítölum og rætt hefur verið í norskum fjölmiðlum og hann er m eð vefslóðir sem hann vísar í þá umfjöllun alla. Hér er ein grein hans um málefni læknastéttarinnar og spítala :

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/

Mér hefur fundist ógeðfelld kjarabarátta sem læknafélagið og talsmenn þess hafa staðið fyrir undanfarna mánuði og er ykkur ekki til framdráttar. Auðvitað stendur almenningur með eðlilegum launakröfum sem von er. Læknafélagið hefur farið óvenjulegar leiðir og er hreinlega félaginu til mikils vansa. Hppokrat hvað ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 15:02

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Ég held að Predikarinn hitti naglann á höfuðið hvað
varðar þá deilu sem nú er uppi með orðunum:
Hippókrates hvað?

Orðin endurspegla þá skoðun að of langt sé gengið
og gjörðin sem slík standist ekki siðferðilegar kröfur,
standist ekki almennt velsæmi miðað við eiðinn góða sem
flestir læknar gangast undir frá árinu 1932 og nefnur er
Hippókratesar eiðurinn. Hann hefur reyndar verið svo
þynntur út að ekki er hann eins á milli landa eða læknaskóla.

Það kostar áratugi í starfi að myndist það traust sem
almennt er talið nauðsynlegt að sé fyrir hendi.

Að ganga svo langt í kröfum að öllu sé fórnandi fyrir það
getur reynst dýrkeypt og hætt við að menn skelli ekki
sjóðum á borðið til að endurheimta traust sem hefur glatast.

Sagan geymir rækileg dæmi um það að hugurinn gangi
framar efninu undir mörgum kringumstæðum og þar með að
það sem áður var fyrir hendi sé óafturkræft með öllu.

Mér finnst að þessi hlið mála hafi verið vanmetin.

Um eiða mætti svo rita eitt og annað eins og t.d. eið
þann sem getið er um í sögu Jaróslaws Hazek um Svejk.

Í ljós kom að Svejk hafði verið í tukthúsi þá eiðtaka
fór fram; að hann hefði aldrei svarið Franz Jósef I
hollustueið en samt sem áður fór hann viðstöðulaust með
eiðinn frammi fyrir höfuðsmanni sínum.

Þess er líka að geta að sá eiður sem Svejk þylur upp er
samsuða úr óperum eftir Smetana og skáldlegt hugarleiftur
höfundar sjálfs að verulegu leyti þó sumt standist í
samanburði við sambærileg gögn en eiður Svejks er hins vegar
hvergi til í nokkrum gögnum hvort heldur Austurríki-Ungverjalandi
eða Svíþjóð.

Svo gætt sé ýtrustu sanngirni og heiðarleika þá tek ég það fram
að ég tel að eiðurinn frá 1932 hafi ekki verið brotinn þó
til verkfalls komi.

Rétt að menn lesi þetta sjálfir sér til heilsubótar
á komandi vikum:

"Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn
að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi
að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits
að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum
að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna."

E.s. Þessum ágæta 'kollega' þínum mætti benda á að lesa
Guðberg Bergsson og hann mun hlaupa upp Hvannadalshnjúk
innan fárra mánaða og hlusta hugfanginn á grasið spretta
að vori(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 23:26

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Margt er hér vel sagt í umsögn Húsara um læknaverkfallið. Áminningar hans um siðlega framkomu lækna við sjúklinga sína og skyldur gagnvart þeim skv. eiði Hippókratesar eru sjálfsagðar. Undir þeim kringumstæðum sem nú eru uppi hlýtur hvert skref í verkfalli lækna að vera bæði þeim og öðrum álitamál. En læknar eiga  sér málsbætur.

Löggjafinn setti þann ramma um verkföll lækna fyrir tæpum 30 árum, sem nú er farið eftir.  Miklar hömlur voru settar læknum í verkföllum til að koma í veg fyrir hættuástand og heilbrigðisstofnanir  eru mannaðar læknum til að sinna bráðatilvikum. Þrátt fyrir þennan verkfallsrétt hafa læknar hlíft bæði sér og öðrum við aðgerðum af þessu tagi til að bæta kjör sín. Þeim hefur ekki hugnast að stefna trúnaðarsambandi sínu við sjúklinga í hættu  enda hefur læknaforystan ekki talið grundvöll fyrir einingu lækna um verkfallsaðgerðir fyrr en nú.

Því miður hefur þessi staða leitt til kjararýrnunar, sem orðin er óviðunandi. Hverjum manni er skylt að gæta kjara sinna skv. landslögum.  Til þessa var Bjarni Benediktsson að vísa í Kryddsíldinni þegar hann álasaði læknum fyrir að gæta ekki kjara sinna á liðnum árum þannig að allt væri nú komið í óefni. Í framhaldinu sagði hann að þessu væri ekki hægt að kippa í liðinn með einu handtaki.

Húsari skammar lækna fyrir að nota það eina verkfæri, sem löggjafinn lætur þeim í té til að hafa áhrif á kjör sín og fjármálaráðherrann skammar lækna fyrir að hafa ekki gætt kjara sinna á umliðnum árum sem skyldi.

Ég er hræddur um að læknar verði að finna sinn eigin takt í kjarabaráttunni án annarra hjálpar.

Sigurbjörn Sveinsson, 5.1.2015 kl. 10:51

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Satt er það að læknar verða að finna eigin takt eins og þú nefnir. hitt er annað að sá dans sem læknar hafa dansað við þann takt er þeim ekki til sóma né til framdráttar í innistæðu til samúðar hjá almenningi - það heyrir maður glöggt í máli þeirra sem maður hittir og les eftir.

Samúðin er  ekki söm og var í upphafi báráttu lækna.

Einhvers staðar varð taktrof eða stigið á tær í þeim dansi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 11:21

9 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Þakka þér fyrir svarið.

Það er nú verkurinn! Mig grunar að
læknar kunni að hafa ofmetið stöðu sína
og því ritaði ég þessi varnaðarorð mín, -ekki af óvild í þeirra garð heldur af því
að mér þykir geta brugðið mjög til beggja vona
um framhaldið.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband