27.1.2015 | 22:47
ASÍ kýs fremur ađ veifa röngu tré en öngu
Ekki get ég hrakiđ fullyrđingar ASÍ um heildartekjur lćkna á Íslandi í samanburđi viđ félaga ţeirra á hinum Norđurlöndunum. ASÍ gefur engar heimildir upp fyrir niđurstöđum sínum. Hins vegar er ein áberandi villa í málflutningi ţeirra sem vafalítiđ er međ vilja beitt.
Íslenskir lćknar notuđu dagvinnulaun sín og annarra lćkna á Norđurlöndum til samanburđar í kjarabaráttu sínni. Ekki heildartekjur. Baráttan snerist um ađ bćta dagvinnulaunin ţannig ađ lifa mćtti af ţeim. Um leiđ var ţađ baráttumál ađ fólk kćmist af međ styttri vinnutíma. Ţví var haldiđ fram alveg feimnislaust ađ lćknar á Íslandi hefđu of stóran hlut heildartekna sinna af yfir- og vaktavinnu. Ţađ er hlutskipti sem viđ eldra fólkiđ sćttum okkur viđ á sínum tíma en yngri lćkna hafna nú til dags góđu heilli.
Ekki ćtla ég ađ hafa af félögum í ASÍ réttmćtar kjarabćtur. Öđru nćr. Ţađ fer hins vegar betur á ţví ađ fyrir ţeim sé unniđ međ haldbćrum rökum frekar en ósanngjörnum samanburđi sem stenst ekki.
Lćknar međ fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2015 kl. 10:07 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig vćri ađ bjóđa ASÍ félögum sama vinnuálag og lćknar njóta í stađ taxtahćkkana? Vinnuveitendur verđa alsćlir međ ađ losna viđ taxtahćkkanir og fá lengri og fleiri vinnudaga.
Vagn (IP-tala skráđ) 28.1.2015 kl. 00:34
ASÍ forstjórinn, Gylfi Arnbjörnsson er međ hátt í tvćr milljónir á mánuđi í dagvinnulaun. Hann ţarf ekki ađ vinna vaktavinnu fyrir ţessi laun, sem greidd eru af verkafólki og öđru vinnandi fólki sem borgar í stéttafélög. Er ţađ réttlátt ađ ASÍ starfsmenn séu međ margföld laun flestra vinnandi stétta í landinu?
Margret S (IP-tala skráđ) 28.1.2015 kl. 07:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.