Kukl og skottulækningar og ókunnar lendur.

Mérf finnst að það megi alveg skipta þessari umræðu um kuklið upp. Annars vegar umræðuna um það að halda fast í hina vísindalegu aðferð við lækningar á mönnum þ.e. að meta læknisráðin í ljósi endurtekinna tilrauna, bregða þeim ef svo má segja fyrir afl reynslunnar og nýta ekki annað en það, sem stenst próf skynseminnar eftir þessari aðferð. 

Hins vegar er umræðan um, að hugsanlega kunni að felast lækningamáttur í ýmsu því sem finnst í náttúrunni. Finnst mér gæta nokkurrar óbilgirni og jafnvel þröngsýni í þeirri umræðu. Lúpínan er gerð að umtalsefni og dregin fram óheppileg túlkun rannsókna sem gerðar hafa verið á lækningamætti hennar. Lúpínan er dugleg jurt, sem brýtur undirt sig gróið land en þó einkum rýrt og nýtir vafalítið ýmis ráð til þess. Þau kunna að standast nánari skoðun, ef könnuð verða með réttum hætti.

Önnur spennandi jurt er skógarkerfillinn, Anthriscus sylvestris, sem víða vex hér á landi að flestra mati til bölvunar. Ég varð fyrir því láni fyrir nokkrum árum að skógarkerfill festi rætur í sumarbústaðarlandi mínu og þurfti ég að fást við hann með töluverðri fyrirhöfn. Í ljósu komu gríðarlega öflugar rætur, mikill rótarvöxtur, sem erfitt var að komast fyrir. Eftir þetta kannaði ég nokkuð rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kerflinum. Í ljós kom að nokkur vinna hefur verið lögð í þær suður um Evrópu og allt suður á Balkanskaga. Ein af ástæðum þess eru vandræði sem fylgja vexti hans í vegarköntum eins og hér á landi. Mörg lífvirk efni er að finna í rótum skógarkerfilsins, sem ég held að fáir viti, hvernig gagnast megi manninum og lækningum. Ef til vill er þessi jurt okkur alveg gagnslaus, en hún er kannski dæmi um það, sem er þess virði að skoða nánar með hinni vísindalegu aðferð.

Það má ekki gefa neinn afslátt á kröfunni um gæði rannsókna, sem stnada að baki lækningavöru sem sett er á markað. Það má heldur ekki taka á móti nýrri hugsun á þessum akri með grjótkasti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Sigurbjörn, og takk fyrir þitt innlegg. Mörg verksmiðjuframleidd lyf eru búin til úr jurtum úr náttúrunni. Sum virka vel og sum hafa neikvæðar aukaverkanir.

Ég hef tekið inn töflur úr "heilsuhús" verslun í stað hormóna, og það virkaði vel. Ein vinkona mín útbjó samskonar hylki fyrir mig, en hún lærði hjá Indjánum í BNA. Það virkaði líka vel. Hún horfir bara í garða hér á landi og hefur sagt við mig í viðtali: garðar, þar sem ýmsar jurtir vaxa eru apótek út af fyrir sig.

En í ljósi umfjöllunar Kastljóss í síðustu viku um sölumenn sem mættu inn á gafl hjá veiku fólki, og gáfu jafnvel von um skjótan bara, með neyslu nanóvatns eða annarrar meðferðar, þá er sú aðferð ekki ný af nálinni.

Það vildi svo til að f. nokkrum dögum kom bók upp í hendurnar á mér og ég fletti henni aðeins: "Lífið er dásamlegt." Þar las ég nokkra áhugaveða kafla, en höfundurinn, Jónas Sveinsson, var á öðru ári í læknanámi frostaveturinn mikla árið 1918. Katla gaus það ár, og Spænska veikin lagði marga Íslendinga að velli.

Fáir læknar voru til staðar, þannig að læknanemar voru skikkaðir í vitjanir í heimahús. Kennari Jónasar gaf honum koníaksflösku og ráðlagði honum að taka inn 3 matskeiðar af koníakinu á dag. Telur Jónas að það hafi bjargað sér. Hann veiktist ekki, en fékk smá flensueinkenni, sem voru ekki alvarleg.

En rúsínan í pylsuendanum við lestur bókarinnar, er í kaflanum þegar Jónas segir frá ferðalagi ti Egyptalands og fór í lyfjaverksmiðju í Kairó. Verksmiðjan framleiddi bæði lyf og ilmvötn. Þar sá hann margar tegundir af eiturslöngum, og sumar þeirra voru notaðar til lyfjaframleiðslu. 

Verksmiðja þessi hafði að sögn starfað til forna í Helliopolis og sérstakt lyf, ásamt öðrum lyfjum, var framleitt þarna, og verið mikil útflutningsvata á dögum Forn-Egypta, eða allt fram á miðaldir. Þetta sérstaka lyf hét múmíudropar og þótti undrameðal. Droparnir voru framleiddir á þann hátt, að gamlar múmíur voru soðnar og seyðið af þeim sett á skrautleg glös, og sledir víða um heim og þóttu gefa góða raun á þeim tíma (bls. 179).

Í ljósi þessa, er kannski ekki undarlgt þó að einhverjir selji nanódropa í dag.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 9.3.2015 kl. 23:57

2 identicon

Heill og sæll, Sigurbjörn.

Í Morgunútgáfunni 9.marz (Rás 1) kom fram að
áfengissýki flokkaðist undir heilasjúkdóm.

Stenst það þá læknisfræði er þú lærðir eða
má líta á það í besta falli sem 'ókunnar lendur'?

Húsari. (IP-tala skráð) 10.3.2015 kl. 13:29

3 identicon

Sæll Sigurbjörn minn.

Það er nú ekert í lagi að einher heiti Húsari!!
Skil ekkert hvað þesi mannahrafnanefnd er að hugsa.
Og forellrarnir - lol!!!
Ég þaka nú bar Guði fyrir að ver ekki önnr en ég er
eki svoé sé eki happy meððað.

En haða vitlissingur err þheta? éh bar spyr, má mar þaððeggi
é bar - neihyrigebbðu var buin að seija það.

Got hja ther og byssukupnum að loka a svna folk, í Norge
gerrrum við þð.

Hva allt bið.

Altaf einmeðykur þesa laknira, standi svoleiis saman ein
og kuskel við kjaft.
Og g bra er ekert hrfn af thess blogg miklu flotara
hjá Ómari. Hvusslass ruglerrðetta eignlga, þukl og, nei,
Sigbjorn thetter ekki falllea grt og é er samala
thessum mani tharna  hvaðð semm thu ssejir. Og blesarasta.

Dorothea Soderstrom (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband