Skógarkerfillinn er rannsóknarefni

Ég varð fyrir því láni fyrir nokkrum árum að skógarkerfill festi rætur í sumarbústaðarlandi mínu og þurfti ég að fást við hann með töluverðri fyrirhöfn. Í ljósu komu gríðarlega öflugar rætur, mikill rótarvöxtur, sem erfitt var að komast fyrir. Eftir þetta kannaði ég nokkuð rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kerflinum. Í ljós kom að nokkur vinna hefur verið lögð í þær suður um Evrópu og allt suður á Balkanskaga. Ein af ástæðum þess eru vandræði sem fylgja vexti hans í vegarköntum eins og hér á landi. Mörg lífvirk efni er að finna í rótum skógarkerfilsins, sem ég held að fáir viti, hvernig gagnast megi manninum og lækningum. Ef til vill er þessi jurt okkur alveg gagnslaus, en hún er kannski dæmi um það, sem er þess virði að skoða nánar með hinni vísindalegu aðferð.

Nú kemur í ljós, að sú vinna er hafin hér á landi og ber að styðja þá viðleitni eftir megni.


mbl.is Mögulega hægt að nýta skógarkerfil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband