25.8.2015 | 17:01
Óstöðugt efnahagslíf er vandinn.
Erum við að biðja um lán, sem ekki á að greiða til baka? Nei, því trúi ég ekki. Ekki viljum við vera ölmusumenn. Vandinn er óstöðug króna, óstuðugt efnahagslíf, óstöðugt verðlag og víxlhækkanir.Þessar aðstæður eru bakgrunnur verðtryggingarinnar, sem komið var á undir forystu Framsóknarmanna.
Vextir lánastofnana hvort heldur er á Íslandi eða öðrum löndum endurspegla annars vegar rýrnun verðmætanna á lánstímanum og hins vegar eðlilegar tekjur af fjármagninu. Þetta ætti að vera sanngjarn fótur fyrir lánastarfsemi í okkar augum. Ekki gerum við kröfum um að fjármagnseigendur, sparifjáreigendur og lífeyrisþegar, greiði niður verðbólguna?
Ólafur Jóhannesson tók fyrir það á sínum tíma og kom í veg fyrir einn eignaðist auð annarra á verðbólgubálinu. Hafi hann ævarandi þökk fyrir það.
Vandinn er verðtryggingin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurbjörn!
Myndir þú vilja hlaupa inn í ESB á morgun og stefna á EVRUNA ef að þú værir forsætisráðherra?
Jón Þórhallsson, 25.8.2015 kl. 18:18
Verðtrygging er góð ein og sér. Okur er annað og bannað í þróuðum löndum. Okurlögin á Íslandi voru afnumin í kringum 1980 - Þórólfur Matthísson hagfr. staðhæfir að það hafi verið ein leið til að réttlæta verðtrygginguna!
Lesið, stutt og laggott:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Jóakim frændi (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 18:30
http://www.dv.is/frettir/2015/1/17/haekkun-grunnlauna-kandidats-nemur-um-25/
http://www.sa.is/frettatengt/frettir/samid-til-langs-tima-a-almennum-vinnumarkadi/
Dr Jekyll og Mr Hyde (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 18:43
Ræðum þetta lausnarmiðað eins og Ásmundur Einar biður um. Hvernig á að tryggja að verðmæti, sem fengin eru að láni, séu endurgoldin réttu verði?
Sigurbjörn Sveinsson, 25.8.2015 kl. 23:02
Jón Þórhallsson: Það liggur í augum uppi að evran er ekki í sjónmáli nú um stundir, sem lasun á okkar efnahagsvanda. Það sem er aðkallandi og í raun eina patentlausnin (af því að menn eru alltaf að biðja um patentlausnir) er að leyta lausnanna inn á við og í samstarfi. Við náðum verulegum árangri fyrri partinn á 10. áratugnum en höfðum ekki úthald til að þola góðu dagana. Við erum hráefnisframleiðendur, verðbúðafólk, að eðlisfari og höfum tilhneygingu til að innleysa þegar í stað. Því munu börnin okkar breyta og koma okkur á lygnari sjó.
Sigurbjörn Sveinsson, 25.8.2015 kl. 23:11
Lausnarmiðað? Gott og vel. Þá er grundvallarskilyrði að hætta að falsa mælikvarðann, eins og Skúla fótgeta var sagt að gera í den(Mældu rétt strákur!)- og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni!
Jóakim ætt-litli (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 17:21
Hvers vegna á að gera það Jóakim?
Sigurbjörn Sveinsson, 26.8.2015 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.