26.2.2016 | 22:54
Kynjamisrétti
Oft er komið til mín með börn vegna óværðar. Nánast aldrei er vandamálið kynnt sem vandi sem tilheyrir ákveðnu kyni. Hugtakið "óværð" hefur mjúka nálgun í mínu starfi. Stúlkubörn geta verið óvær jafnt og drengir. En hugtakið óværð hefur mýkt að yfirvarpi eins og áður sgir.
Nú bregður svo við að þetta mjúka orð "óværð" er notað um konur, sem hugsanlega hafa brotið refsilöggjöfina í samskiptum við okkur hin.
Þetta er raunar ekkert nýtt og þreytir mann í baráttunni fyir jafnrétti kynjanna og eykur áhyggjuna af öllum þeim barnabörnum, sem undan hafa komið.
Handtóku óværar konur og vopnaðan þjóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.