Hvenær eignast ég tryggingafélag?

spurði vinur minn á Snjáldru. Er nema von að maðurinn spyrji?

Við þurfum að hugsa meira í samvinnulausnum að nýju. Það er söguleg staðreynd að samvinnuverslunin bjargaði Íslendingum undan verslunaránauðinni í lok 19. aldar. Síðan varð samvinnuhugsjónin fornarlamb pólitískra átaka, spyrt við Framsóknarflokkinn og bændur en ekki síst vegna forréttinda sem pólitkusar færðu henni með lögum eða á annan hátt. Af þeim óx spilling sem varð ekki upprætt fyrr en með verðtryggingunni.

Ég held að það sé komi tími til að þetta tæki verði notað til að losa okkur að nýju undan auðvaldinu eins og á 19. öld. Markaðurinn ræður ekki við að hefta hið illa í þessum öflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband