Vegurinn um þjóðgarðinn tímaskekkja

Þeir, sem farið hafa um erlenda þjóðgarða vita, að reynt er að takmarka umferð um þá eins og kostur er. Minnisstætt er að hafa farið gangandi um þjóðgarð á Spáni, þar sem annað hvort var alfarið bannað að aka eða séð fyrir sérstökum bílum til að að flytja ferðamenn að upphafi gönguleiða.

Þjóðvegurinn þvert í gegnum Þingvallaþjóðgarð er tímaskekkja. Á göngu um garðinn má nánast alls staðar heyra mikinn umfewrðargný, sem spillir algerlega þeim náttúruuundrum og rústum um mannabyggð, sem þjóðgarðurinn leggur göngumönnum til. 

Tímabært er að leggja þjóðveginn norðan við hraunið fremur en að bæta hið gamla vegarstæði frá þjóðhátíðinni 1974. 


mbl.is Vilja hraðamyndavélar á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sammála síðasta ræðumanni.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.3.2016 kl. 21:39

2 identicon

Algjörlega ósammála Sigurbirni núna. Mér finnst staðreyndin vera að umferðarniður deyr mjög fljótt út í garðinum og er alls ekki truflandi.

Grínverji einn sagði við mig: Hefur þú heyrt af síðustu ályktun aðalfundar félags erlendra ferðamanna á Íslandi. Þar segir: Aðalfundur samþykkir að beina því til Isavia að flugmferð yfir Íslandi verði bönnuð á góðviðrisdögum þegar yfirfljúgandi þotur skilja eftir sig reyk í háloftunum. Slíkt er mikil sjónmengun og kemur fram á myndum okkar.

Já sinn er hver smekkurinn. Hvenær skyldi þetta taka gildi?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband