10.5.2016 | 21:55
Ævintýrið að breytast í martröð
Það er fyrir löngu ljóst, að það þarf að gera frárennslisáætlun fyrir Mývatn, sem tekur við seyru frá 1 milljón á ári og banna annan búskap við Mývatn en lífrænan. Notkun tílbúins áburðar og umsvifamikill kúabúskapur á sér ekki nema um 70 ára sögu við Mývatn.
Til þess að leiða þetta fram þarf að móta alveg nýja stefnu um arð af ferðamönnum og dreifingu hans til þeirra, sem sinna ferðamennskunni og laga líf sitt að móttöku ferðamanna.
Mývatn að hruni komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég á eftir að sjá það, ágæti Sigurbjörn!
Fyrr held ég að Mývatn bauli(!)
Vonandi sortnar mönnum hvorki fyrir augum
né ský frekar í Dölum vestra þótt frásagnir
hvar Geirmundur heljarskinn
kemur við sögu séu allsvakalegar.
Húasari. (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 22:33
Sæll Sigurbjørn minn!
Voðalikt er langt síðan
ég hef heyrt frá þér.
Það hlýtur að vera bara í lagi að
sprengja í loft upp þetta Mývatn þá vex það
bara upp annars staðar, tærara og fallegra en áður.
Bið að heilsa öllum,
Dorothea Søderstrom (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 01:02
Erlendis eru orsakir bláþörunga taldar borðliggjandi þó hér sé talið þörf frekari rannsókna
reiknigsdæmið er þó einfalt
einn hnefi af tilbúnum áburði eykur vöxt bláþörunga meir en hægðir 30 ferðmanna
Grímur (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 06:18
Mývetningar sjálfir eiga stærstan þátt í mengun Mývatns. Alltof lítið, ef nokkuð, hefur verið hugað að frárennslismálum, áratugum saman. Hvorki er varðar afrennsli áburðarmengaðs vatns af túnum, né losun alþjóðlegs saurs og hlands. Eins og Grímur bendir á, eru ástæðurnar kunnar, en samt sem áður er ekkert gert, fyrr en í öngstræti er komið. Þá á ríkið að sjá um að þrífa upp skítinn, með tilheyrandi kostnaði. Nú þegar ætti að gefa mývetningum ákveðinn frest til að koma sér upp rotþróm, eins og þurfa þykir. Sjálfsagt væri að lána þeim fyrir því. Banna á nú þegar tilbúinn áburð og ekki gefa neinn frest á því. Menn verða að gera upp hug sinn í sveitinni og ákveða í sameiningu að taka sjálfir til hendinni, til að sporna við þessari skelfilegu þróun. Það er sjálfsagt mál að aðstoða við það, en frumkvæðið verða heimamenn að hafa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.5.2016 kl. 07:06
Sæll.
"Líttu í spegilinn," sagði Vatnsenda-Rósa!
Mývatn er ekki annað en spegilmynd þjóðar
þar sem sjórnmálaöfl, lukkuriddarar
og áróðursmaskínur í formi skoðanakannana
og sýndarraunveruleika birta okkur sinn sannleik,
skekinn og skekktan eftir því sem vindurinn blæs;
spegilmynd þjóðar sem fallið hefur á prófinu
í öllum greinum en skreiðist nú að bökkum Mývatns
til að líta sjálfa sig, - og svo horfum við hvert á annað!
Helgi svarti (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.