Landlæknir talar fyrir afturför

Það var ekki heiglum hent á sínum tíma að losa heilbrigðisstéttir undan klafa pólitískra ákvarðana um stjórnarskrárbundin atvinnuréttindi þeirra. Það markmið náðist með endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu 2007. Fram til þess tíma voru heilbrigðisstarfsmenn í hafti ráðherrans og gat hann ráðið örlögum þeirra með órökstuddum og ómálefnalegum ákvörðunum. Skýrt var kveðið á um það í nýjum ákvæðum heilbrigðislaganna að leyfi um veitingu heilbrigðisþjónustu yrðu veitt á faglegum forsendum skv. ákvörðun landlæknis.

Nú bregður svo við að landlæknirinn, sem reyndar hefur alla sína stjórnunarreynslu úr öðru landi, sér það eitt til ráða, þegar hugmyndir eru uppi um nýja athafnasemi í heilbrigðisþjónustu, sem kann að gera ríkinu erfiðara fyrir að mæta skyldum sínum í þessum efnum, að færa hlutina til fyrra horfs og snúa baki við nútímanum og framtíðinni.

Er það gömul saga og ný, að ráðalausir stjórnmála- og embættismenn reyna það jafnan fyrst að beita almenning þvingunum, þegar þeim eru fengin ný verkefni í hendur. Ég tel hins vegar að landlækninum verði ekki að ósk sinni að þessu sinni. Hann ræður ekki við hjól tímans.


mbl.is Landlæknir vill skýra stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Stórfurðulegar röksemdir landlæknis. Skv. því sem hann segir þá er íslenska heilbrigðiskerfið komið á heljarþröm (eins og allir vita nema stjórnendur landsins) og þar af leiðandi má alls ekki opna yfir það að hér á landi opni sjúkrahús með áföstu hóteli fyrir erlenda sjúklinga. Hann verður að fyrirgefa en ég sé ekki af hverju.

Staðan í dag er sú að heilbrigðisstarfsmenn eru meira eða minna að leita sér að störfum erlendis og flytja tímabundið eða ekki úr landi. Hann virðist vera mun sáttari við að halda þeirri þróun áfram en að þessum starfsmönnum bjóðist betri störf hér á landi þannig að þekkingin sé enn til staðar.

Þá er ég heldur ekki að sjá neitt sem slíkt bann sem hann vill setja leiði til þess að aðstæður í íslenska heilbrigðisgeiranum batni. Það er ekki að sjá annað en að hann vilji banna þetta bara í þeim eina tilgangi að halda allt of fáum starfsmönnum heilbrigðisgeirans að störfum hér á landi við erfiðar aðstæður og á miklu mun lægri launum en þeim býðst annars staðar.

Hvergi í öllum málflutningi hans er að sjá eina einustu faglegu röksemdina fyrir því að banna eigi einkasjúkrahús fyrir erlenda sjúklinga hér á landi.

Þetta er í rauninni einhver sú mesta della sem ég hef heyrt frá opinberum embættismanni og hefur maður þó heyrt ýmislegt furðulegt úr þeim geira.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 12:56

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessi aðili sem hyggst reisa nýtt sjúkrahús í Mosfellsbænum er væntanlega ekkert að fara að sinna sömu þjónustu og LHS er að sinna í dag:

Hann er ekkert að fara að sinna bráðaþjónustu

heldur bara ríku fólki með lífsstíls-sjúkdóma.

-------------------------------------------------

Ég get ekki ímyndað hér að íslenskur almenningur muni sækja í þetta sjúkrahús en ef að eitthvert erlent fólk vil koma hingað til lands og eyða hérna gjaldeyri í þessa þjónustu; þá er mér sama.

--------------------------------------------------

Fer þessi þekkti hjartalæknir ekki að komast á eftirlaun vegna aldurs?

Ætli hann verði ekki hættur störfum loksins þegar að búið verður að byggja þetta nýja sjúkrahús.

Jón Þórhallsson, 16.8.2016 kl. 13:19

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Úrlausnarefnin eru tvö. Annars vegar er um að ræða hvort þrengja eigi lög um heilbrigðisþjónustu með því að skerða atvinnurmöguleika heilbrigðisstarfsmanna og hins vegar fýsileika einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ. Við skulum ekki blanda þessu saman.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.8.2016 kl. 13:25

4 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Var þetta ekki hugsað sem fjárfesting
til framtíðar og sér sjúkrahús
ætlað Múslimum og/eða innflytjendum?

Bjargaði ekki landlæknir andliti
Íslendinga í þessu leikhúsi fáránleikans?

Húsari. (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 02:04

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Húsari: Landlæknir ætlar að nota þetta illa ígrundaða spítalaverkefni sem tilefni til að taka upp að nýju haftabúskap við heilbrigðisþjónustu. Þar verður öllum skömmtuð sama naglasúpan skv. fimm ára áætlun, hvort sem menn hafa þörf fyrir hana eða ekki.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.8.2016 kl. 11:14

6 identicon

Ágæti Sigurbjörn.

Bestu þökk fyrir
að lyfta þessum bagga á klakk!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 16:23

7 identicon

'snara' átti að sjálfsögðu að standa
þar! (ekki lyfta)

Húsari. (IP-tala skráð) 17.8.2016 kl. 16:32

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

eins og hönd sem skrifar á vegg.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.8.2016 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband