Viðreisn er nýtt afl með heilbrigða sýn til verkefnanna

Staðan er augljós. Ný ríkisstjórn verður ekki til nema með þátttöku Viðreisnar. Ekkert kemur í veg fyrir það nema ríkisstjórnarmynstur, sem aldrei hefur verið áður á borðum landsmanna. Úr þessu er besti kostur kjósenda að stuðla að sterkri stöðu Viðreisnar í stjórnarmyndunarviðræðum með myndarlegan þingflokk. 


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VIð heyra meira

Dora French (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 02:00

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Síðuhafi kýs semsagt samkvæmt skoðanakönnunum? Hvernig er það hægt? Spyr sá sem ekkert veit. 

Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.10.2016 kl. 02:26

3 Smámynd: Elle_

Sigurbjörn, persónulega kalla ég það skæðan flokk sem vill hafa af okkur fullveldið.

Elle_, 28.10.2016 kl. 21:03

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér líst ekki á ESB-sóknina hjá þeim.

Jón Þórhallsson, 28.10.2016 kl. 22:14

5 identicon

Til hamingju Sigurbjörn!

Ég er sammála skrifi þínu
og vísa til ábyrgðar Viðreisnar
í því ferli og þeirrar kjölfestu
sem hún gæti orðið í íslenskum stjórnmálum.

Bjarna ber stjórnarmyndunarumboðið en þó
er ekkert svo vitlaust sem kemur frá Bessastöðum
að ég trúi því ekki.

Nú þarf að leggja tauma í hendur Villiöndinni Íbsens.
Því fyrr því betra því ófarnaður er fyrirsjáanlegur
öllu meiri en orðinn er ef tveir hanar skuli berjast
á haugnum efstum eins og svo skýrt kemur fram í
Heddu Gabler e. Íbsen.

Píratar féllu um eigin græðgi og uppskáru samkvæmt því
en Samfylking reyndist sjálfri sér verst og
sjálfseyðingarmáttur hennar lofsverður ef svo má að orði
komast.

RÚV verður að endurskipuleggja form sitt á viðræðum.
Þessi arfavitleysa gengur ekki þó svo að allir er að komu
hafi reynt að gera sitt besta úr þessu drepleiðinlega
efni sem sjórnmálaviðræður voru fyrir kosningar.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 13:56

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Húsari: Þú vilt ekki þá frændur báða á hauginn og telur Bjarna betur til þess fallinn að standa þar einan. Annað leiði til ófarnaðar. Um leið er í hugskoti þínu einhver, sem bítur sig særður í botninn og bíður dauða síns.

Eins og villiöndin.

Öllu meiri verður nú dramatíkin ekki og úr vöndu að ráða fyrir nýja forsetann á þessu leiksviði. 

Sigurbjörn Sveinsson, 30.10.2016 kl. 17:42

7 Smámynd: Elle_

Er það heilbrigð sýn að vilja gefa fullveldi landsins?  Nei flokkurinn var bara ekki nógu heiðarlegur til að skýra saklausum kjósendum frá þessari fyrirætlun sinni.  Og þagði mestmegnis um það stærsta mál sitt nú fyrir 29. október.

Elle_, 30.10.2016 kl. 18:41

8 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Þú hefur miskilið mig illilega.

Með tali mínu og líkingum úr leikritum Íbsen
átti ég að sjáfsögðu við Framsóknarflokkinn;
aldrei efast um vilja þeirra frænda til góðra verka.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 18:58

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Elle: Í flestum milliríkjasamningum felst e-s konar fullveldisafsal; meira að segja aðild að Sameinuðu þjóðunum leggur okkur skyldur á herðar að innleiða hvers konar sáttmála, sem njóta ef til vill lítils stuðnings hér á landi. Það er um það víðtæk sátt og breið pólitísk samstaða hér að setja þurfi e-s konar amboð í stjórnarskrána til þess að ákvæði um þessar heimildir séu skýr og afdráttarlaus. 

Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi uppi nein áform um að ganga lengra en þetta hvað fullveldið varðar eða bjóða upp á annað en að spyrja þjóðina hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB með aðild í huga. Annað er ekki á dagskrá. 

Sigurbjörn Sveinsson, 30.10.2016 kl. 22:08

10 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Húsari: Þá erum við s.s. á haugnum með þá fjandvini Sigurð Inga og Sigmund Davíð á meðan Villiöndin bítur sig í sefið í félagsskap við Samfylkinguna. Þarna eru þær tvær á botninum, villiendurnar, og bíða dauða síns. 

Eða er þetta enn þá glettinn misskilningur hjá mér?

Sigurbjörn Sveinsson, 30.10.2016 kl. 22:12

11 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Nú verður Viðreisn að standa sig fyrst ég fékk mig til að merkja x fyrir framan C (sem var Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn þegar ég flustaði mest á heitar umræður um pólitík og slökkt var á útvarpinu hjá ömmu minni þegar bolsar tóku til máls. Ég treysti ykkur til að styðja heilbrigðismálin og kema skikki á skipulagið svo allir sem þurfa hjálp fái hjálp á réttum stað.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.10.2016 kl. 22:52

12 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hlustaði

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.10.2016 kl. 22:55

13 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Þetta er mjög í áttina hjá þér!

Það næsta sem liggur fyrir er auðvitað að
Sigurður Ingi segi af sér formennsku og undur
að hann skuli ekki þegar hafa gert það og
að Lilja Dögg Alfreðsdóttir taki þegar í stað við
formennsku í flokknum.

Ætli menn að humma af sér slíkar breytingar fer
Framsóknarflokkurinn sömu leið og Samfylking og
gæti sú för með ferjumanninum tekið skjótt af;
ljóst er að hrossalækningar duga skammt
og allra sízt þegar haltur leiðir haltan
og blindur blindan.

Þessi kynslóðaskipti verða að fara fram strax ef
flokkurinn ætlar að lifa af fjandans flokksþingið
sem aldrei skyldi verið hafa.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 23:38

14 Smámynd: Elle_

Sigurbjörn, það er mikill munur að vera í bandalagi með sáttmálum en vera undir stjórn og yfirráðum þeirra sem setja ríki okkar lög.  Þú ættir að mínum dómi að endurskoða þetta.

Elle_, 31.10.2016 kl. 06:08

15 Smámynd: Elle_

Vonandi verður þessum flokki Benedikts, flokkur sem hefur verið kallaður kafbátur og ég tel ekki blátt áfram og treysti ekki, haldið utan ríkisstjórnar.

Elle_, 31.10.2016 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband