25.11.2016 | 13:28
Fullorðinn-fórnarlamb-fjárskortur
Háskólasjúkrahúsið er stíflað. Þetta er kallað "fráflæðisvandi". Áður var talað um að gamla fólkið, hjúkrunarsjúklingarnir, tækju upp bráðarúmin.
Gamla fólkið tekur ekki upp nein rúm. Það hefur engan áhuga á að liggja á sjúkrahúsunum og allra síst á göngunum. Helst vill það halda heilsu og vera heima hjá sér. Að öðrum kosti vill það halda reisn sinni í viðeigandi hjúkrun og endurhæfingu, ef á henni er kostur.
Þjóðfélagið hefur ekki sinnt þörfum þessa hóps samborgaranna. Úrlausnirnar hafa verið látnar sitja á hakanum og fjármagninu beint annað. Hjúkrunarþjónustan býr við afstæðan fjárskort. Ekki niðurskurð heldur beinan fjárskort. Gamla fólkið er fórnarlömb þessa fjárskorts.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er orðinn svo stór vinahópur Alþingismanna sem þurfa fyrirgreiðslu og há laun að ekki er fjármagna aflögu til annars en að halda þessu kerfi þeirra gangandi.AÐ ÓGLEYMDUM ÖLLUM ÞEIM SEM ERU Á TVENNUM EÐA ÞRENNUM EFTIRLAUNUM- ÁN SKERÐINGAR !
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.11.2016 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.