Náttúruverndarfólk krefst ritskoðunar

Forsætisráðherra, umhverfisráðherra og nú almenn náttúruverndarsamtök kveina undan, að dregnar séu fram staðreyndir um tengsl náttúruverndarsamtaka við hryðjuverk.  Staðreyndirnar tala sínu máli og ekki er að sjá, að neitt sé ofagt eða rangt í skýrslu hagfræðistofnunar. Samt á að  draga skýrsluna til baka í stað þess að taka málefnalega á efnistökum hennar. Þetta finnst mér ekki koma til greina og bein árás á hið akademíska frelsi. Hér er hin umdeilda grein, sem á er minnst:

"5.2.1 Hryðjuverk í nafni náttúruverndar (e. eco- terrorism) Í nóvember 1986 sökktu félagar í samtökunum Sea Shepherd tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Síðar sagði Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherd, að hann myndi sökkva öðrum bátum Hvals ef hann fengi tækifæri til þess. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu hryðjuverk samtakanna.


James F. Jaboe yfirmaður innanlandsdeildar hryðjuverkavarna (e. domestic section, counterterrorism division) í rannsóknarlögreglu Bandaríkjanna (e. Federal Bureau of Investigation, FBI) bar vitni um ógnina af hryðjuverkum í nafni náttúruverndar (e. eco-terrorism) fyrir Bandaríkjaþingi 12. febrúar 2012.75 Í máli hans kom fram að alveg frá því að félagar í Sea Shepherd réðust gegn fiskveiðum í atvinnuskyni árið 1977 með því að skemma fiskinet hafi verið framin hryðjuverk í nafni náttúruverndar um allan heim. 


Samtökin Sea Shepherd hafa látið til sín taka víða um heim allt frá 1977. Í dag er leiðtogi samtakanna, Paul Watson, eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni (e. Interpol) fyrir innbrot, eignaspjöll, fyrir að hindra starfsemi fyrirtækja með ofbeldi og fyrir að valda meiðslum.76 Bæði Costa Rica og Japan hafa farið fram á að hann verði handtekinn. 


Afstaða Sea Shepherds til hryðjuverka hefur í grundvallaratriðum lítið breyst á síðustu 30 árum. Á heimasíðu samtakanna segir leiðtogi þeirra að í dag sé það ekki skynsamlegt að sökkva hvalveiðiskipum á Íslandi, þó að hann langi til þess. Í kvikmyndinni „Killing Whales“ sem gerð er af Journeyman Pictures segir starfsmaður Sea Shepherd á Íslandi að samtökin séu að leita leiða til að halda baráttunni [á Íslandi] áfram og færa hana á næsta stig.


Í október sem leið vakti íslenska tímaritið The Reykjavík Grapevine athygli lesenda sinna á því að fyrirhugaður væri stofnfundur hjá útibúi samtakanna Sea Shepherd á Íslandi (Sea Shepherd Iceland) 16. október.77 Jafnframt kom fram í fréttinni að Ísland hefði brotið alþjóðalög með hvalveiðum. Samkvæmt síðu á Snjáldurskinnu (e. Facebook) mættu 46 manns á stofnfund Sea Shepherd, Iceland og þar af var rúmur helmingur Íslendingar. 


Líklega stendur Íslandi eins og mörgum öðrum löndum nokkur ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Ekki verður þó séð að þessi ógn sé af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali. Auk þess er hætt við að fleiri kröfur gætu komið í kjölfarið, ef slíkum samtökum finnst að þau hafi náð árangri. Benda má á að mörg lönd í heiminum hafa sett sérstök lög til að vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka. Ef til vill er tilefni til slíkrar lagasetningar á Íslandi".

Ég tel mig nátturuverndarmann og hef ýmsilegt við hvalveiðar að athuga en við þennan ofstopa kann ég ekki. 


mbl.is Vilja hvalaskýrslu dregna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í úttekt Fréttablaðsins sl sumar, heilli opnu með upptalningu á slíkum hryðjuverkum,var Jökulsárgangan 26. sept 2006, friðsöm, hljóðlát og stillileg gabga 10-15 þúsud manns með fullu leyfi lögreglu, skilgreind sem umhverfishryðjuverk. 

Ekkert athugavert við slíkt?

Ómar Ragnarsson, 21.1.2019 kl. 15:54

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Auðvitað eigum við Íslendingar að halda þessari skýrslu á lofti, og slá ekki slöku við. Við verðum að veiða hvali, við sjómenn höfum séð hvað honum hefur fjölgað mikið!

Helgi Þór Gunnarsson, 21.1.2019 kl. 16:50

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi skýrsla er yfirmáta illa unnin, augljóst að höfundinum er mjög uppsigað við náttúruverndarsamtök og fer ekki í felur með það. Niðurstöður vísindamanna eru afbakaðar, rannsóknanna sem skila átti sér hvergi stað og þar fram eftir götunum. Þetta er háskólanum til skammar og nauðsynlegt að það verði dregið til baka og einhverjir almennilegir hagfræðingar fengnir til að laga það. Það er reyndar skrítið að þeim hafi ekki verið falið verkið strax.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 19:32

4 identicon

Hvað kemur einhver úttekt Fréttablaðsins frá því einhverntímann þessari skýrslu við?

Fyrst þessi skýrsla er svona ómögleg er þá ekki hægt að gagnýra hana út frá því sem stendur í henni frekar en að tína til og gagnrýna eitthvað sem stendur ekki í henni?

Þessi Fréttablaðstengin við skýrsluna er eiginlega álíka kjánaleg og myndin sem einhverjir stuðningsmenn Kárahnjúkavirkjunar gerðu af skútusiglingum í sól og blíðu á Jökulsárlóni.

ls (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 09:01

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki greiddist úr ruglinu í viðtalinu við Eddu sjávarlíffræðing sem heldur því fram að Hnúfubakur geti ekki etið loðnu við Ísland þar sem hann sé að sóla sig í suðurhöfum yfir vetrartímann.

Ég hef hvergi séð eða heyrt efnislega umræðu um aðalatriði þessarar skýrslu. Þjóðhagslega hagkvæmni þessara veiða og hvort við séum að bera fórnarkostnað vegna þeirra. Það sem pönkast er á er nákvæmlega það sem kemur fram í skrifum nr. 4 hér að ofan.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.1.2019 kl. 11:45

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú er svo komið að stjórn Hagfræðistofnunar hyggst funda á morgun til að fara sérstaklega yfir þetta skýrslumál. Því fleira sem fram kemur, því ljósara verður að þarna var verr af stað farið en heima setið. Ég hugsa að eina leiðin úr þessu sé að stofnunin dragi þetta til baka og endurvinni það. Jafnvel ráðherrann sem pantaði skýrsluna treystir sér ekki lengur til að fara eftir henni, sem var þó upphaflega hugmyndin.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.1.2019 kl. 18:42

7 identicon

Þá sýnist mér nú komið sé að
orðum Sigurbjörns í þessum málum!

Húsari. (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 22:39

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ef við Íslendingar ætlum að stunda fiskveiðar af einhverju viti, þá verðum við að spyrna fótum við svona hryðjuverkum!

Það hefur skapast svo mikið ójafnvægi í lífkeðjuna út í hafi.

Svo skapa hvalveiða hálauna atvinnu fyrir fjölda manns.

Góðar stundir.

Helgi Þór Gunnarsson, 26.1.2019 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband