Þingmenn svala sér á lögreglu

Svo virðist sem þingmenn hafi kallað lögreglu fyrir á nefndarfund til að veita henni tiltal. Ég hef vanist því að koma fyrir þingnefndir til að veita upplýsingar til að auðvelda þingmönnum störfin. Hér hefur e-ð annað búið undir og er það miður. Er 5. herdeild þeirra, sem vilja brjóta á bak aftur landamæri íslenska ríkisins, komin á þing?

Ég tel að almenningur styðji almennt aðgerðir lögreglu og sé henni þakklátur fyrir framgönguna. 


mbl.is Valdbeiting lögreglu aldrei „krúttleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar menn og konur sem kjörin hafa verið til að setja íslensku þjóðinni lög hampa þeim sem brjóta lögin þá er illa komið fyrir landslýð. Þingmenn Pírata, Samfylkingar og VG vilja leggja fjötur fyrir lögregluna sem reynir að halda uppi lögum og reglu. Hvað ætlar þetta fólk að gera þegar það þarf á aðstoð lögreglunnar að halda????

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.3.2019 kl. 12:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Píratar styðja NO Border samtökin og sennilega 1-2 þingmenn VG. Hugsanlega líka einhverjir í Samfylkingunni og Viðreisn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2019 kl. 13:23

3 identicon

 Sæll Sigurbjörn.

Það eru ekki annað en kórónaðir uxar
sem fara svo illa með vald sitt eins
og raunin er nú um stundir.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.3.2019 kl. 16:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir munnstóru, stærilátu últravinstri-þingmenn gætu sem bezt komið sér til Norður-Kóreu eða Venezúela.

Það hefði verið gaman að vera þarna fluga á vegg, þegar "tiltalið" fór fram og verða þar (ef lögreglan brást rétt við) vitni að því, hve lúpulegir þessir þingspraðurbassar máttu vera þegar fulltrúar lögreglunnar stungu upp í þá, með vísan til laga og staðreynda.

Einstökum þingmönnum, sízt þeim við kantsteininn, hefur ekki verið falið neitt agavald yfir lögreglunni.

Jón Valur Jensson, 21.3.2019 kl. 20:33

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Skilin milli løggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds virðast vera að riðlast. Nokkrir fulltrúar løggjafavaldsins sýna tilburði til að ná stjórn yfir þessu øllu. Slíkt hefur hingað til einungis gerst í einræðisríkjum.

Gunnar Heiðarsson, 21.3.2019 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband