23.5.2019 | 11:57
Valdníðslan innan kirkjunnar linnulaus
"Ekki á minni vakt" sagði biskup keikur fyrir nokkrum misserum. Með því gerði hún sig vanhæfa til að fjalla frekar um mál séra Ólafs Jóhannssonar en hefur algerlega virt það að vettugi. Nú hefur komið í ljós, að málatilbúnaðurinn gegn Ólafi var í besta falli beggja handa járn. Þvert á móti liggur það fyrir, að biskup hefur brotið á honum lög.
Hið næsta, sem gerist í málinu er, að lagt er niður heilt prestakall til að koma honum frá. Síðan taka þessar syndlausu konur í Félagi prestvígðra kvenna það að sér að kasta að honum grjóti til að einangra hann frá því starfi, sem hann er skipaður til.
Þetta er bara viðbjóður.
Vildu ekki funda með Ólafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurbjörn.
Á Alþingi, Þjóðkirkjunni; alls staðar
viðgengst það einelti að dómur götunnar
standi landslögum og dómstólum ofar.
Umhugsunarefni er að í vöxt færist að
einstakir miðlar taki sér fyrir hendur
að berja á því fólki sem sannanlega
hefur verið sýknað fyrir Hæstarétti en má
eftir sem áður þola þá smán að heilu forsíðurnar
skulu lagðar undir með heimsstyrjaldarletri til að útmála
ávirðingar sem það þegar hefur verið með öllu
verið sýknað af fyrir æðsta dómstóli landsins.
Hvað er til ráða, ágæti Sigurbjörn?
Telst það réttarríki sem þannig misvirðir sig
eða fær það kennt sig við lýðræðisríki?
Þjóðkirkjan í núverandi mynd er búin að vera.
Loftslagsandahopparar Þjókirkjunnar munu þar í engu breyta.
Húsari. (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 14:58
*Þjóðkirkja átti að standa þar.
Húsari. (IP-tala skráð) 23.5.2019 kl. 15:01
Sæll Sigurbjörn.
Hefur þér ekkert verið gengið út
í smiðju nýlega?(!)
Merkilegt til þess að vita en þó ekki fordæmalaust
að annars vegar eru þeir sem smíða sama hlutinn upp
aftur og aftur, eyðileggja raunverulaga það sem þeir
höfðu áður gert (nei, nei engar leiðindaaðdróttanir af því tagi)
eða órækur boðberi mikilla tíðinda.
Get tekið undir með Gunnari þó honum hafi reyndar láðst
að skrifa það að þessu sinni að nú líður allnokkur tími á milli
og þeir sem hafa verið góðu vanir gerast óþreyjufullir
og eru að þessu leyti sem börn og þar er ekki leiðum að líkjast.
Bestu kveðjur frá systum tveim sem ég hitti á förnum vegi!
Lifðu heill!
Húsari. (IP-tala skráð) 25.5.2019 kl. 00:18
Víst fór ég í smiðju nýlega og fann þetta: https://qurancentral.com/audio/mahmoud-khalil-al-husary/
Sigurbjörn Sveinsson, 29.5.2019 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.