15.10.2019 | 21:00
Hálfkveðnar vísur stjórnar SÍBS
"Við vorum ekki að grípa inn í eitt né neitt, það komu bara upp aðstæður sem kröfðust neyðarréttar af okkar hálfu. Við vissum ekki að það væri eitthvað í gangi þarna innanhús fyrr en okkur var tjáð hvað væri í gangi og þess vegna urðum við að bregðast við. Ég get alveg réttlætt þær aðgerðir alla leið, en ég ætla ekki að gera það því það er trúnaður og við ræðum ekki um málefni einstaka starfsmanna, segir Sveinn.
Stjórn SÍBS skýlir sér á bak við trúnað en fer í sömu andránni með hálfkveðnar vísur. Atar auri, þann sem hún vildi í orði hlífa, en ber sér á brjóst um leið.
Nú liggur ekkert annað fyrir en að segja söguna alla.
Aðstæður sem kröfðust neyðarréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.