24.11.2008 | 09:45
Sagan af spillingunni endalausu
Það voru gerð mistök um helgina, herfileg mistök:
- Lögreglan tók réttan mann á röngum tíma til afplánunar. Augljóslega illa undirbúið plott, sem sendi alröng skilaboð um þjóðfélagið og varð til að grafa undan trúverðuleika lögreglunnar.
- Katrín Oddsdóttir, laganemi, gaf á útifundi ríkisstjórninni viku tila að hverfa frá völdum ella yrðu þau sótt í stjórnarráðið.
- Hörður Torfason krafðist í lok fundarins að maðurinn yrði látinn laus úr haldi án þess að fundarmenn hefðu yfirleitt nokkrar forsendur til að meta, hvort það væri réttmæt krafa.
Veikir málstað Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála um þessi 3 mistök. Vel má vera að Katrín Oddsdóttir sé hið besta foringjaefni, ég ætla ekki að dæma um það hér og nú, en við megum ekki gerast sek um svona offorsi, verðum að vega og meta hvað er best í slæmri stöðu. Og það er sko ekki að drífa í einhverri stjórnarbyltingu sem engum þjónar nema hleypa út reiði....og hvað svo?
Stjórnvöld verða að skilja að við fólkið erum þjóðin, og við erum þjóð sem líðum ekki að einn einstaklingur sé tekinn af okkur og honum skellt inn einungis vegna þess að við mótmælum, (burt séð frá því sem á undan var gengið, það átti ekki að hafa áhrif á ákvörðunartöku lögreglu) það særir réttlætiskennd okkar og það er það eina sem lætur okkur íslendinga standa saman, særð réttlætiskennd, eins og berlega hefur komið í ljós á undanförnum vikum.
assa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:17
Æ, hvað það er gott að sjá menn ræða málin af nokkurri ábyrgð.
Flosi Kristjánsson, 24.11.2008 kl. 10:32
Sammála þessu. Hvað lið 2 varðar þá þarf nauðsynlega að forðast að vera með yfirlýsingar sem er ekki hægt að standa við. Það er eiginlega lögmál sem maður þarf að setja sér og illa hægt að deila um það.
Mín persónulega skoðun er til viðbótar sú að margir stjórnendur, bæði opinberir og í einkafyrirtækjum, hafa einmitt ekki fylgt þessu lögmáli. "Bankarnir eru í fínu lagi." "Við borgum ekki." "Lán frá rússum." O.s.frv. Það er hluti af rót vandans. Það er óþarfi að "góðu kallarnir" falli í sama pytt ..
Hvað gerist þegar vikufresturinn rennur út? Ég efast um að fólk fari í stjórnarráðið og beri ráðherrana út - og það stendur eftir með minna sjálfsöryggi. Sem er mjög slæmt. Breytingarnar sem mótmælendur eru að kalla eftir verða að byggjast á réttmætu sjálfsöryggi þeirra. Það má ekki blása svo fast í lúðrana að maður hætti að standa í lappirnar.
Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.